Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 147

Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 147
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 147 Ekkert bráðnaði í Ástralíu Vandræðin hjá Pútín koma öll upp á sama tíma. Úkraínumálið fyrst. Upphaf þess er tæpast hjá Pútín sjálfum heldur var og er Úkraína ríki í upplausn vegna spillingar, óstjórnar og sund urlyndis. Það myndaðist tómarúm þarna á sléttunum við Svartahaf og eins og stór ­ veld um er tamt fylla þau alltaf tómarúm. Pútín gerði eins og við var að búast. Fyrir þetta hefur Pútín fengið bágt hjá helstu efnahagsveldum heims. Það eru komnar upp við skiptahindranir og gagn ­ kvæm inn­ og útflutningsbönn. Pútín fór á fund 20 helstu iðn ­ ríkja heims í Brisbane í Ástra ­ líu í haust en hélt óvænt heim fyrir fundarlok og kvart aði undan svefnleysi. Það þarf engan stóran krem­ ló lóg til að sjá að þessi fundur í Ástralíu var Pútín ekki að skapi: Refsiaðgerðir vegna Úkra ínu gufuðu ekki upp í ástr­ ölsku sólinni og því eins gott að fara heim og leggja sig. Störukeppni milli aust­ urs og vesturs Þannig þrengir að Pútín og ríkustu vinum hans úr tveim­ ur áttum samtímis: Olía og gas fellur í verði og við ­ skiptahindranir eru Rúss um fjötur um fót. Þó má segja sem svo að þessi deila um Krímskagann og Austur­ Úkraínu sé orðin að störu ­ keppni milli austurs og vesturs. Báðir tapa en spurningin er: Hvor tapar meiru og hvor þolir tapið lengur? En allt þetta hefur vakið minningar um kalt stríð. Her ­ æfingar eru á ný komnar í tísku. Pútín er farinn að senda flugvélar enn á ný norðan frá Kólaskaga og út á Atlants hafið. Enn á ný eru gömul kaldastríðshugtök eins og GIUK­hliðið komin í umræðu. Það er leiðin út á Atlantshafið milli Grænlands, Íslands og Bretlandseyja. Þar stóð Keflavíkurstöðin í miðju hliðinu. Hvar er hún núna? Var það ótímabær bjartsýni hjá Kananum að loka stöðinni þegar smáhlé varð á kalda stríðinu? Þeir sem sakna stöðv­ arinnar segja það. Pútín á næsta leik Í öllu þessu er Úkraína og fólkið þar orðið að lítilfjörlegri skiptimynt. Ríkustu lönd heims takast á, framboð og eftirspurn mætast, en deilan um Úkraínu er alveg jafnóleyst og í upphafi. Fyrir Pútín hefur Úkraínudeilan þann kost að hún eykur vinsældir heima. Pútín er hinn sterki maður sem hefur gert Rússland að stórveldi á ný. Hann kemur því fólki,sem vill vera Rússar, til hjálpar. En svo fara þessar vinsældir að kosta peninga í töpuðum við skiptum og við bætist fallið á verði olíu og gass. Þá eru góð ráð dýr og jafnvel óhjá kvæmilegt að leita mála ­ miðlana. Pútín á næsta leik og hann getur valið á milli þess að gefa eftir í Úkraínu – eða reyna einhvers konar útrás til að auka vinsældir og áhrif. Villidýr hafa átt hug Pútíns allan. Hér hjálpar hann til við að merkja tígrisdýr. Nú spyrja menn sig hvort „villidýrið“ vakni í honum þegar þrengt er að honum. Deilan um Krímskagann og Austur­Úkraínu er orðin að störukeppni milli austurs og vesturs. Báðir tapa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.