Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 176
GRIPLA176
(Skj. IB, 113). Er öllum nokkur vorkunn því sögumaður gefur ekki aðrar
upplýsingar en: „Um vetrinn eptir kom upp vísa, sem Glúmr hafði þá
nýort.“ Þegar gleðimaðurinn Þorvarðr lætur síðan í upphafi næsta kafla að
því liggja að Glúmur hafi vantalið víg sín í einni vísu, fær skýringartilgáta
Finns og Jónasar ágætan stuðning.
Áttunda vísa er ekki alveg einföld. Sögu er þar komið að Glúmur hefur
verið hrakinn af Þverárlandi og ber að skilja svo samkvæmt sögunni að þar
hafi Freyr átt verulegan hluta að máli. Glúmur horfir um öxl til bæjarins og
kveður:
Rudda ek sem jarlar,
orð lék á því, forðum
með veðr stǫfum Viðris
Vandils mér til handa.
Nú hefi ek, Valþǫgnis, vegna,
Varrar skíðs, um síðir
breiða jǫrð með bǫrðum,
bendiz, mér ór hendi.
(Skj. AI, 119, sbr. OEM 1940, 47; ÍF 9 1956, 89–90; M 1987, 140v a41).
Fyrri vísuhelmingurinn er einnig varðveittur í Snorra-Eddu og bætast þá
við fimm skinnhandrit. Uppsalahandritið er til meins skaddað á þessum
stað en þó verður að hallast að því að í Eddu-gerðunum sé ekkert það sem
heimti leiðréttingu Möðruvallabókartextans. Þar hefur að vísu í fjórum til-
vikum með vissu verið skrifað vandar þar sem M hefur vandils og vænt-
anlega hefur einnig staðið vandar í DG 11, því skýringin á eftir, sem virðist
hafa verið samhljóða í gerðum Eddu, tekur af tvímæli um túlkun höfundar:
„Viðris veðr er hér kallat orrusta en vǫndr vígs sverðit en menn stafir
sverðsins“ (Faulkes 1998, 74, sbr. Grape et al. 1977, 66).9 Einungis W og
AM 748 I hafa lesháttinn landa í stað handa í 4. vo., og virðist óþarft að
taka það lesbrigði inn sem leiðréttingu, eins og Jónas Kristjánsson gerir,
því fyrri hluti vísunnar verður skýrður a. m. k. á tvo vegu án nokkurra
breytinga á Möðruvallabókartextanum: „Ek rudda forðum sem jarlar mér
til handa með Viðris Vandils veðrstöfum; orð lék á því“ – og er þá gert ráð
9 Anthony Faulkes hefur í útgáfu sinni (1998, 198) verulegar efasemdir um að Snorri hafi
skilið kenningarnar í fyrri helmingi rétt. Það breytir engu í okkar samhengi, þar eð sá
skilningur er ríkjandi í öllum gerðum Skáldskaparmála.