Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 274
GRIPLA274
safna öllu því efni sem á blað hafði komist og tengdist á einhvern hátt post-
ulanum Jakobi. Einnig sálmum, lofgjörðum og mörgu öðru. Ef miðað er
við hið mikla efni safnritsins og hversu margbrotið það er, er eðlilegt að
undirstaðan sem verkið hvílir á missi eilítið vægi sitt. En sú undirstaða er,
líkt og í Jakobs sögu TPSJ+J: Pseudo-Abdias, Honorius d’Autun, Pseudo-
Turpin og Jarteiknabókin. Þeim frásögum er dreift um textann. Hins vegar
mynda þessar sögur kjarnann í frásögninni af Jakobi í TPSJ+J.
Þótt ef til vill sé ekki hægt um vik að jafna saman heilu safnriti, eins og
Codex Calixtinus sem fjallar aðeins um einn postula og svo takmarkaðri
frásögn af þessum sama postula í öðru riti, Tveggja postula sögu Jóns og
Jakobs, sem er að sínu leyti hluti af safnriti, þá er ljóst að báðir textar hafa
gengið gegnum umtalsverðar breytingar miðað við ritin sem liggja þeim til
grundvallar. Það er að segja, miðað við Jakobs sögu A (Pseudo-Abdias) og
Jakobs sögu B (Pseudo-Abdias og Honorius d’Autun). Tilhneigingin er sú
sama í báðum verkum, Codex Calixtinus og TPSJ+J, að hefja frásöguna í
æðra veldi, og er í því skyni gripið til margs konar bragða í stíl og mælsku-
list. Frásögnin belgist út, verður á köflum mærðarleg og tilfinningaþrung-
in.46 Þó gætir meiri hófstillingar í TPSJ+J. Í hvoru tilviki um sig víla rit-
stjórar eða afritarar ekki fyrir sér að umbreyta þeim textum sem liggja til
grundvallar. Og þær breytingar eru gerðar á ekki ólíkum stöðum í frásög-
um beggja verka. Ekki er unnt að skýra breytingarnar eingöngu útfrá for-
ritum eða því að afstaðan í trúmálum kunni að hafa breyst. Codex Calixtinus
er mun eldra handrit en Skarðsbók. Sú staðreynd að bæði ritin skuli vera
safnrit hlýtur að skipta töluverðu máli, og tel ég að það sé undirrótin að
helstu breytingunum sem frásögur þeirra ganga í gegnum.
Frásögurnar eða ræðurnar í Jakobs sögu A og B minna að lengd og
formi á þætti og það gerir frásaga Pseudo-Abdiasar líka. Afar erfitt er að
segja til um hvort þær hafi verið þýddar eftir latnesku safnriti og verið hluti
af því, eða verið í umferð, ásamt öðrum frásögnum, sem meira eða minna
sjálfstæðar sögur er höfðu verið þýddar á norræna tungu og var ekki safnað
fyrr en löngu síðar. Ýmislegt bendir til að svo hafi verið, að þættirnir hafi
lengst af verið tiltölulega sjálfstæðir. Þeir lenda síðar með ólíkum sögum í
mismunandi safnritum, eru kannski í slagtogi með dýrlingum og helgum
mönnum sem höfðu ekki endilega verið postular.47 Hinar stuttu post-
46 Sjá bls. 257–259.
47 Sjá Ólafur Halldórsson, Sögur, 25.