Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 268
GRIPLA268
til Santiago de Compostela og bað postulann þeirrar bænar í Dómkirkjunni
að vernda sig gegn því að verða hnepptur í þrældóm af óvinum sínum.
Honum verður það á að minnast ekki á sáluhjálp sína. Með því framkallar
hann það sem hann vildi forðast. „Ok fra þessu er hann .xiij. sinnum selldr
ok keyptr af heiðnum monnum ymizt aa torgi eðr í borgum“ (Unger, 698).
Á hinn bóginn eru taldir upp í Codex Calixtinus þrettán staðir og fá sumar
borgirnar nafn, eins og Alexandría, eða þess er getið að þær tilheyri
ákveðnu landsvæði, til dæmis Indlandi eða Eþíópíu. Nokkur staðar-
nafnanna eru óþekkjanleg, og voru það kannski frá upphafi, svosem Iazera
í Ysclauonia eða Turcoplia. Upptalningin á nöfnum virðist eiga að þjóna
þeim tilgangi að gera söguna trúverðugri, ekki ósvipað og fyrirsagnirnar.
Á þrettánda staðnum falla fjötrarnir af pílagrímnum.
Ok er pila grimrinn skilr, hversu þessi guðs iartegn er mikil, hugsar
hann at hafa nckurn vátt ok þrifr upp einn fioturstuf, hafandi ut af
dyflizunni með ser (Unger, 698).
Fjöturstúf þennan skekur hann svo framan í heiðingja og villt dýr sem vilja
gera honum skaða. Fjöturstúfurinn hefur þau áhrif að hann stökkvir á
flótta jafnt villidýrum sem heiðingjum. Ekkert kemur fram um þetta í kafla
XXII í Codex Calixtinus, þar segir aðeins að pílagrímurinn hafi farið um
lönd Mára til að komast aftur til kristinna manna og er svo upp úr þurru
farinn að hrista fjöturstúf framan í Mára og hættuleg dýr, án þess að á það
hafi verið minnst að hann taki stúfinn með sér í ákveðnum tilgangi. Kaflinn
er lengri í Codex Calixtinus en í TPSJ+J. Hann endar á skýringu sögu-
manns á því hvernig beri að lesa og skilja söguna, sem orðið er meira en
ljóst þegar kemur að lokum hennar.
Si corporis necessaria sunt petenda, igitur anime uita, id est, bone
uirtutis, fides scilicet, spes, caritas, castitas, pacientia, temperantia,
hospitalitas... (Codex, 287).40
Inngrip skrásetjara eða sögumanns í frásögnina undir lok hennar breytir
ekki aðeins sjónarhorninu heldur verður til að skapa visst ójafnvægi. Það er
40 Ef hægt er að biðja um eitthvað nauðsynlegt líkamanum til handa, ætti enn frekar að biðja
um líf sálinni til handa, það er að segja, göfgandi dyggðir eins og trú, von, kærleik, skírlífi,
þolinmæði, hófsemi, gestrisni...