Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 390
GRIPLA390
náms hans nefnd hin sömu og í Landnámabókum, en þessari athugasemd
bætt þar við: ‘ok byggði þar skipurum sínum.’ (Eyrb. 2003, 13).
Mig grunar að þessar athugasemdir í Eyrbyggju, Sturlubók og Hauks-
bók séu ættaðar úr elstu gerð Landnámu, orðrétt sú sem er í Eyrbyggju, en
reynt í Landnámu að láta það sem þar segir ekki koma í bág við það sem
áður hafði verið skráð. Ef landnám Þórólfs hefur einungis verið Þórsnesið
frá Stafá til Þórsár hefur það varla nægt til að hann gæti byggt þar skipverj-
um sínum, og ef hann hefur komið að norðanverðu Snæfellsnesi ónumdu
mundi hann naumast hafa látið sér Þórsnesið eitt nægja. En ef líkindi eru
til að svo hafi staðið í elstu ritaðri heimild um landnám hans, að hann hafi
numið meira land en Þórsnesið eitt, þá verður að huga að því hvaða land-
svæði sé líklegt að hann hafi numið og hvar ytri og innri mörk þess hafi
verið. Líklegast þætti mér að sú hafi verið raunin og ytri mörkin hafi verið
við Grundarfjörð, eða öllu fremur við Grundará, en hin innri við
Langadalsá. Þá hefur Kirkjufell í Grundarfirði (sem ekki er að vita hvað
hefur heitið fyrir kristnitöku, sjá bls 392) og Helgafell verið eins og útverð-
ir landnámsins.
Í Landnámu er Vestarr Þórólfsson nefndur fyrstur þeirra manna sem
námu lönd austan Grundarfjarðar, og síðan er farið réttsælis allt til
Langadalsár (Óss, Melabók), en í Eyrbyggju eru aðeins nefndir þeir Björn
austræni og Vestarr, og Björn talinn fyrstur landnámsmanna á eftir Þórólfi
Mostrarskegg og tekið fram að hann hafi numið land með ráði Þórólfs (Eyrb.
2003, 18–19). Þess er ekki getið í Landnámu; þar er heldur ekki sagt á
sömu leið frá landnámi þeirra Björns austræna og Vestars:
Björn austræni. Eyrbyggja (sjá Eyrb. 2003, 19): ‘útan frá Stafá ...
á milli ok Hraunsfjarðar’ (andsælis). Landnáma, Melabók: ‘frá
Hraunsfirði til Stafár’; Stb, Hb: ‘á milli Hraunsfjarðar ok Stafár’
(réttsælis, sjá Íf. I, 122).
Þarna er Eyrbyggja ein um að nefna innri mörk á undan þeim ytri, en því
er breytt í Melabók, Sturlubók og Hauksbók.3
3 Í Melabók, blaði 2ra, línu 25, stendur þetta: ‘Vestarr hiet maðr ſon þoꝛolꝼſ blauꝛu ſkalla.
hann atti ſpaunu...’ ‘Sponu’ stendur einnig í eftirriti Jóns Erlendssonar af Hb (Íf. I, 119).
Þarna er ‘p’ í ‘ſpaunu’ mislestur fyrir engilsaxneskt v (‘’), sem bendir til að forrit (eða
erkirit) Melabókar hafi verið frá 13. öld, og gæti jafnvel verið frá því um 1200. Sbr Íf. I, 118,
nmgr. 1.