Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 393
393LANDNÁM ÞÓRÓLFS MOSTRARSKEGGS
Geirröður. Eyrb. 2003, 21, Íf. IV, 11: ‘Maðr hét Geirrøðr er land nam
inn frá Þórsá til Langadals’ (réttsælis). — StbHb: ‘Geirrøðr nam land
inn frá Þórsá til Langadalsár;...’ (Íf. I, 127).
Í Eyrbyggju og Landn. Stb og Hb eru nefndir Finngeir og Úlfarr kappi sem
komu til Íslands með Geirröði og hann gaf lönd, Úlfari: ‘umhverfum
Úlfarsfell’ Eyrb. Melabók. — ‘tveim megin Úlfarsfells ok fyrir innan fjall.’
StbHb. Finngeiri, Eyrb. 2003: ‘hann bjó í Álftafirði’; Landn. StbHb:
‘Geirrøðr gaf Finngeiri lǫnd upp um Álptafjǫrð;...’
Í Landnámu M er Geirröður ekki nefndur, en aftur á móti er þar grein
um Úlfarr kappa: ‘Úlfarr kappi nam land inn frá Þórsá, Álptafjörð ok
Eyrarfell allt til Óss;...’8
II
Ég hef í tveimur ritum vikið að því sem segir af landnámsmörkum Auðar
djúpúðgu í Eiríks sögu rauða, Eyrbyggju, Landnámu (Sturlubók) og Laxdælu
(Gím., 303–06; Íf. IV, Viðauki, 345–47). Í Eiríks sögu og Sturlubók er
landnám Auðar sagt milli Dǫgurðarár ok Skraumuhlaupsár, nyrðra mark
nefnt á undan hinu syðra og þar með farið andsælis, en í Eyrbyggju eru þau
talin réttsælis. Í Laxdælu eru mörk landnáms Auðar ekki nefnd, einungis
sagt að hún ‘fór um alla Breiðafjarðardali ok nam sér lǫnd svá víða sem hon
vildi.’ (Íf. V, 9). Lönd sem hún fékk leysingjum sínum eru í Laxdælu talin
andsælis á þessa leið: ‘Herði gaf hon Hǫrðadal allan út til Skraumuhlaupsár’
(ytri mörk)’. Síðan er farið andsælis að Erpi sem fékk ‘Sauðafellslǫnd á
millum Tunguár ok Miðár...’ Því næst eru taldir andsælis Sökkólfur í
Sökkólfsdal og Hundi í Hundadal, en þaðan farið réttsælis að landi Vífils í
Vífilsdal (Íf. V, 10). Í Melabók Landnámu er Vífill nefndur hinn fjórði leys-
ingi Auðar (Íf. I, 141) og augljóst að svo hefur einnig verið gert í þeirri
heimild sem er stuðst við í Laxdælu: ‘Vífill hét þræll Unnar hinn fjórði; hon
gaf honum Vífilsdal.’ (Íf. V, 10).
Líklegt er að í heimild sem höfundur Laxdælu hefur farið eftir hafi lönd
sem Auður fékk leysingjum sínum verið talin andsælis eins og í elstu gerð
8 Eyrb. 2003, 20–21; Íf. I, 126–27. Björn M. Ólsen. Aarbøger 1905, 110–11, og um mismun-
andi frásagnir heimilda um Þórólf, Geirröð og Úlfar kappa, bls. 111–16; Íf. I, 126–27.