Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 351
351NÝTT AF BJARNA JÓ NSSYNI LÖ GBÓ KARSKRIFARA
getið helstu ókosta hverrar jarðar. Ljóðlínan sem er helguð Tyrðilmýri er
svohljóðandi: „Landareign Mýrar lítil er.“31
Í landkostalítilli lýsingu á Mýri í jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalín er jörðin talin fóðra tvær kýr, fimmtán ær, fimm lömb og einn hest.
Mýri var þó útvegsjörð og hefur sjávarfangið eflaust vegið upp á móti rýr-
um landsgæðum í þessari harðindasveit. Af Unaðsdalsdómnum má einnig
sjá að Bjarni sótti sjóinn með vinnukonu sinni. Mýri er sögð níu hundruð
að dýrleika í jarðabók Árna og Páls. Það sama kemur fram í gerningi frá 1.
október 1647 þegar Kristín Guðbrandsdóttir, kona Ara Magn ússonar, gaf
sonarsyni sínum Guðbrandi Jónssyni jörðina.32 Ekki er ljóst hvenær Mýri
komst í eigu hjónanna í Ögri en ekki er ólíklegt að hún hafi verið í eigu
þeirra þegar Bjarni sat hana. Hann hefur því ekki einungis verið með upp-
steyt við veraldlegt yfirvald sitt þegar hann var boðaður til Ögurs vegna
hórdómsryktis heldur að líkindum einnig landsdrottinn sinn.
Ekki er auðvelt að átta sig á því hvenær Bjarni kvæntist Guðrúnu Ís -
leifsdóttur og þau hófu búskap. Sömuleiðis er ekkert vitað um hvort þau
hafi alist upp saman á Snæfjöllum frá 1611 eða hvort Guðrúnu hafi verið
komið í fóstur er móðir hennar giftist séra Jóni á Snæfjöllum. Fæðingarár
beggja er óþekkt og því lítið hægt að segja um aldur þeirra. Guðrún mun þó
vera fædd fyrir eða jafnvel um 1605–1606 en faðir hennar séra Ísleifur
Styrkársson deyr um það leyti.33 Í oftnefndum Unaðsdalsdómi, frá 11. apríl
1635, kemur fram að brot Bjarna með Guðrúnu Jónsdóttur hafi verið annað
hórdómsbrot hans. Hið fyrsta hefur líkast til átt sér stað á reikningsárinu
1628–1629. Í sakarfallsreikningum þess árs er minnst á mann að nafni
„Börre Joensen“ sem hafði gerst brotlegur með Guðrúnu Gvendsdóttur og
31 Springborg, „Nyt og gammelt fra Snæfjallaströnd,“ 306, 314; „Sitt er að jörðu sérhverre,
samt öllum búið á,“ Ársrit sögufélags Ísfirðinga 18 (1974): 130, en þaðan er bein tilvitnun tekin;
sjá ennfremur afbragðs sveitarlýsingu Snæfjallastrandar, sbr. Guðrún Ása Grímsdóttir,
Ystu strandir norðan Djúps. Um Kaldalón, Snæfjallaströnd, Jökulfirði og Strandir, Árbók
Ferðafélags Íslands 1994 (Reykjavík: Ferðafélag Íslands, 1994), 31–43.
32 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns VII, 254; Jarðabréf frá 16. og 17. öld.
Útdrættir, útg. Gunnar F. Guðmundsson ([Kaupmannahöfn]: Hið íslenska fræðafélag í
Kaupmannahöfn, 1993), 164. Um sjósókn vinnukvenna, sjá Kristjana Kristinsdóttir, „Tvö
skjöl um Bessastaði og Viðey,“ Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess 4 (1991): 78–80, 85.
33 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár II, 404. Springborg telur Bjarna fæddan um eða eilítið
fyrir 1600, sbr. „Nyt og gammelt fra Snæfjallaströnd,“ 314.