Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 251
251
Iacobus postole drottens vars Jesu Cristz broþer Iohannis goþ -
spiallamanz, hann fór oc kendi tru a øllu Gyþingalande oc Samaria,
en þat er land, oc gek han á þing oc samcomor Gyþinga, oc syndi
þeim af helgom ritningom oc spamanna bocom øll vitne, þau er þeir
boro of drotten Jesum Cristum (Unger A, 524).
Iacobus postoli drottins vars Jesu Kristz, broðir Johannis evangel -
iste, for ok kendi tru a llu Gyðingalandi ok Samaria, en þat er
land, ok gekk hann a þing ok samkomur Gyðinga, ok syndi þeim af
helgum ritningum ok af spamanna bokum ll vitni, er þeir baru af
drottni Jesu Kristo (Unger B, 514).
Upphafið á Jakobs sögu A og upphaf 2. kafla Jakobs sögu B eru svo til eins
og virðist nokkuð augljóst að yngra handritið byggist á því eldra. Þótt ekki
sé unnt að sýna hér nema eitt dæmi, tel ég óhætt að fullyrða, eftir saman-
burð á báðum textum, að 2. og 3. kafli Jakobs sögu B byggjast alfarið á
Jakobs sögu A eða á handriti sömu gerðar. Og ekki verður annað séð en að
hin norræna þýðing á Jakobs sögu Pseudo-Abdiasar (Passio sancti Iacobi
Apostoli filii Zebedei) sé vel gerð og nákvæm.
Í framhaldi af þessum upphafsorðum sögu Jakobs segir í öllum text-
unum fjórum (Pseudo-Abdiasi, Jakobs sögu A og B og Codex Calixtinus)
frá viðureign hans við þá Ermogenis og Filetus, en sá fyrrnefndi, sem
þekktur er fyrir fjölkynngi, sendir þann síðarnefnda, sem er í námi hjá
honum, á fund Jakobs. Ætlunin er að efna til þrætu við hann og sýna fram
á að hann hafi rangt fyrir sér varðandi son guðs. Jesú Kristur hafi hreint
ekki verið sonur hans. Það vefst ekki fyrir postulanum að sýna fram á hið
gagnstæða. Og ekki aðeins það, hann sýnir vald sitt yfir djöflum sem
Ermogenis sigar á hann, gerir einnig kraftaverk fyrir augliti Filetusar og
sannfærir að lokum Ermogenis um ágæti kristinnar trúar. Hinn fjölkunn-
ugi Ermogenis snýst til hennar, það gera einnig Filetus og margir aðrir.
Snúa frá villu Gyðingatrúarinnar. Seinna (samkvæmt Honoriusi d’Autun,
Jakobs sögu B og Codex Calixtinus) fara þeir Ermogenis og Filetus með lík
Jakobs til Spánar og gerast fyrstu biskupar þess lands. Hins vegar er ekki
minnst á þá ferð í Pseudo-Abdiasi og A-gerð Jakobs sögu.
En Gyðingar hafa í hyggju að ná sér niðri á Jakobi fyrir að hafa fengið
Ermogenis til fylgis við sig og trú sína, og bera þeir fé á tvo hundraðshöfð-
JAKOBS SAGA POSTOLA