Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 188
GRIPLA188
þá’s dynfúsir dísar
dreyra svells á eyri,
br”ð óx borginmóða
blóðs, skjaldaðir stóðum.
ÍF 9 1956, 95.
Þá er *dynfúsir *dísar
dreyra mens á e<y>ri
–bráð fekk borginmóði
blóð<s>–skjaldaðir stóðum.
Faulkes 1998, 91.
Þá er dynfúsar dísir
dreyra más á eyri
– bráð fekk borginmóði –
blóðskjaldaðir stóðum.
þá’s stóðum skjaldaðir á eyri,
dreyra svells dísar dynfúsir;
borginmóða óx bráð blóðs.
ÍF 9 1956, 95.
þás stóðum skjaldaðir dreyra
mens4 dísar dynfúsir á eyri;
borginmóði fekk bráð blóðs.
Skj. B I, 114.
Þá er stóðum dynfúsar dísir5
blóðskjaldaðir á eyri dreyra
más, fékk borginmóði bráð.
þegar vér stóðum skjaldaðir
á eyrinni, fúsir til bardaga;
hrafn fékk blóð að drekka.
ÍF 9 1956, 95)
da vi stod skjoldede og
kamplystne på øren (neden-
for); ravnen fik blod til bytte.
Skj. B I, 114
Þá er vér stóðum
blóðskjaldaðir gegn
bardagafúsum dísum á
vígvellinum; hrafn fékk
bráð.
Hér verður ekki mikill ágreiningur um lesbrigði eða túlkanir í fyrri
vísuhelmingi. Jónas Kristjánsson velur í sinni útgáfu að lesa þriðja vísuorð-
ið úr Þórðarbók Landnámu, ekki M og fylgir þar í raun Turville-Petre í
skýringum (OEM 1940, 85), en þar prentaði hann lagfærðan texta.
Efnislega er ljóst að fyrri helmingur segir frá því að óvinirnir sóttu að
með hjálma sína á höfði. M og R virðast hallast að því að þeim hafi ekki
þótt sérlega fýsilegt að hætta sér í brekkuna, þar sem U (og AM 757 a) er á
gagnstæðu máli. Textamunurinn er að vísu talsverður þegar litið er á hvert
smáatriði, en heildin áþekk. Það gildir hins vegar ekki um síðari helming-
inn.
Öllum handritum (M, R, W, T, U, AM 748 I b, AM 748 II og AM 757 a,
auk Þórðarbókar í AM 106 fol.) ber saman um fimmta vísuorðið: þá er
dynfúsar dísir, en örlög þessa vísuorðs eru gríðarfróðlegt dæmi úr rann-
sóknarsögunni.
Árið 1879 skrifaði Konráð Gíslason grein sem hét „Bemærkninger til
nogle steder i Skáldskaparmál“ og birtist í Aarbøger for nordisk Oldkyndighed
það árið. Í greininni kemur Konráð víða við, en meðal vísna sem hann hefur
athugasemdir við er einmitt þessi vísa Glúms. Þegar Konráð hefur í háðs-
tóni tekið saman síðari helminginn segir hann að efnið sé:
4 Í Skj. IB velur Finnur lesbrigðið svells úr M. Faulkes fylgir R í Eddu-útgáfunni og hér er tekið
saman samkvæmt hans lestri, sbr. 1998, 354.
5 Sjá áður um so. standa.