Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 183
183VÍSUR OG DÍSIR VÍGA-GLÚMS
Í skemmstu máli: Það sem er mikilvægt er að í þessari tröllauknu
kvenmynd Glúms af konunni sem fyllir út Eyjafjörðinn, fara fleiri goðver-
ur saman, og ef rétt er skýrt hér að framan eru þær tilbúnar í slaginn.
Hamingjan, sem bæði er dís og valkyrja, ætlar að standa óvininn, ,mæta
honum ódeig’ eða standa vígamanninn ,fylgja honum dáðrökk’!
Næsta draumvísa Glúms er alls óskyld þessari en býr þó yfir trúarlegri
dulúð sem hvetur til skoðunar og nokkurs formála. Sögu er nú þar komið
að helsti fjandmaður Glúms, Þórarinn á Espihóli, situr um líf hans, en
Glúmur
var svá varr um sik, at hann hittisk aldri í þeiri rekkju, sem honum
var búin. Opt svaf hann lítit um nætr, ok gengu þeir Már [sonur
hans] ok rœddu um málaferli. Eina nótt spurði Már, hversu hann
hefði sofit. Glúmr kvað vísu:
Eigi sofna ek, Ófnis
ysheims í bœ þeima,16
munat eldviðum ǫldu
auðbœtt við mik, sœtan,
áðr grindlogi Gǫndlar17
gellr í hattar felli,
opt vá ek mann of minna,
meir nǫkkurum þeira.
Nú skal segja þér draum minn: ek hugðumsk ganga hér ór garði
einn saman ok slyppr, en mér þótti Þórarinn ganga at móti mér,
ok hafa harðstein mikinn í hendi; ok þóttumsk ek vanbúinn við
fundi okkrum. Ok er ek hugðak at, sá ek annan harðstein hjá mér
ok réðumsk ek í mót. Ok er vit fundumsk, þá vildi hvárr ljósta
16 Svo virðist mega lesa og var lesið í fyrstu útgáfum sögunnar. Turville-Petre velur ýs þar sem
ég les ys. Jónas Kristjánsson fellst á leiðréttingu frá Finni Jónssyni (Skj. BI), ýseims sem þá
væri ,bogastrengs’. Allir hallast þeir að því að Ófnir ýseims eða ýs heims sé hermannskenning
og þá ávarpsliður sem vísi til Más. Ég kýs að skilja Ófnis (Óðins) yss = orustugnýr og heimr
hans þá orustuvöllurinn, en svo gæti skáldið hér kallað bæ sinn og segist ekki sofna sætt
þar!
17 Grindlogi G†ndlar er greinilega sverðskenning og skáldið vill láta sverðið gjalla í hattarfelli
nokkurum þeirra (óvinanna). Í Lex. Poet. er grindlogi skýrt sem ‘dör-lue’ en er eindæmaorð
sem slíkt hjá Glúmi. Grindlogi er meðal sverðsheita í Þulum Eddu.