Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 266
GRIPLA266
saman Jarteiknabók Codex Calixtinus eru einhuga um að gera sögurnar
þannig úr garði að þær verði sem trúverðugastar. En til þess eru notaðar
ólíkar aðferðir.
Nákvæmni í smæstu atriðum er til þess fallin að efla tiltrú lesanda á les-
efni sínu. Ártöl eru afar traustvekjandi og til þeirra er gripið í Codex
Calixtinus. Ef ártalið er ekki gefið upp er gjarnan vísað til sögufrægrar
persónu sem gefur til kynna tímabilið. Í frásögunni af fyrsta kraftaverkinu
(Codex, 261) er þess getið að það hafi átt sér stað í stjórnartíð konungsins
Alfons og mun vera átt við Alfons 6. af Kastilíu og León sem uppi var á 11.
öld. Konungsins er ekki getið í norrænu þýðingunni. Í aðeins þremur köfl-
um Jarteiknabókar Codex Calixtinus kemur ekki fram hvenær atburðirnir
sem frá er sagt áttu sér stað og er því greinilega lögð þung áhersla á tíma-
setninguna. Ef ártölin eru skoðuð kemur í ljós að flest kraftaverkanna eru
sögð hafa gerst á 12. öld. Það „elsta“ á árinu 1080 (kafli IV, Codex, 265), það
„yngsta“ árið 1135 (kafli XIII, Codex, 274). Eðli málsins samkvæmt leikur
lítill vafi á að ártölin eru tilbúningur. Ekki síst vekur grunsemdir að þau eru
látin standa í svotil réttri tímaröð: 1100 (kafli VI), 1101 (kafli VII), 1102
(kafli VIII), 1103 (kafli IX), 1104 (kafli X), 1105 (kafli XI), 1106 (kafli XII),
1107 (kafli XIV) o.s.frv. Ýmsar ályktanir hafa verið dregnar af ártölunum,
einkum í tengslum við tilurð safnritsins Codex Calixtinus og hafa fræði-
menn einkum beint sjónum að seinasta árinu í tímaröðinni, 1135 (Díaz y
Díaz, El Códice, 55). Slíkar vangaveltur virðast hæpnar, þar sem ekki er úti-
lokað að um seinni tíma viðbót sé að ræða. Engin ártöl eru á dagskrá í
Jarteiknabók Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs.
Upphaf og endir jarteiknasagnanna í Codex Calixtinus og jarteiknasagna
TPSJ+J eru ekki alltaf samhljóða. Fyrir kemur að látinn er vera aðdragandi
að jarteiknasögu í Codex Calixtinus og má í því sambandi nefna kafla VII
(269), en hann svarar til kafla 101 í TPSJ+J (Unger, 689) og er um að ræða
sjötta kraftaverkið. Í Codex Calixtinus er sagt frá því að árið 1100 hafi sjó-
maður að nafni Frisonus stýrt skipi á hafi úti og var skipið fullt af pílagrím-
um sem voru á leið til Jerúsalem að heimsækja gröf herrans. Mári nokkur,
Auitus Maimon að nafni, kemur siglandi á móti þeim og ræðst á skipið.
Frásögn TPSJ+J hljóðar svo:
Margir pilagrimar hins sælazta fauður Jacobi [þeir eru því á leið til
Santiago de Compostela, en ekki Jerúsalem] hfðu komiz i kugg