Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 286
GRIPLA286
Tengslin við Opinberunarbókina eru fullrar athygli verð. Hrossin voru
vel þekkt, og eru enn. Frávikin frá sýn Opinberunarbókarinnar líta út fyrir
að vera þaulhugsuð, og má freista þess að túlka táknin enn frekar. Þar eru
skildirnir einna mest áberandi. Fremst fer hvítur skjöldur, þá tvílitur (hálf-
ur rauður, hálfur hvítur) og loks dökkur (svartur í sumum handritum). Ef
gert er ráð fyrir að skildirnir hafi átt að vera kringlóttir4 þá er engu líkara
en verið sé að sýna kvartilaskipti tunglsins. Fremst fer fullt tungl, þá hálft
og loks nýtt. Þegar þess er gætt að sýnina ber fyrir augu um vetur, og ver-
urnar birtast í suðaustri og renna í vestur, verður ekki ósennilegt að vísað sé
til himintungla, sólar og/eða tungls. Í sumum handritum er beinlínis sagt
að reiðmennirnir hafi farið því nær skjótt sem tungl fullt — eins og hér er tekið
upp (Guðrún P. Helgadóttir 1987, 54).
Eldurinn merkir þá sólina, sem á veturna kemur upp í suðaustri, rennur
í vestur og sest í suðvestri. Ef sú túlkun er rétt, að reiðmennirnir sýni
kvartilaskipti tunglsins þá marka þeir tímaskeið, um hálfan mánuð. Nú vill
svo til að sýnina ber upp á tiltekinn dag, Ambrósíusmessu, sem mun í
þessu tilviki vera 7. desember (sbr. Örnólfur Thorsson 1988, 924). Hálfur
mánuður þaðan í frá er 21. desember, en þá eru vetrarsólhvörf. Víg Hrafns
var ekki fyrr en vorið eftir, svo að ekki er verið að vísa beint til þess. En það
er gert óbeint. Hestar og knapar eru skyldir feigðarboðum Opinberunar-
bókarinnar en vísa jafnframt til vetrarsólhvarfa, hinna fornu jóla þegar
vættir og forynjur fóru á kreik, óreiða ríkti, sólin dó og ný fæddist. Sýnin
virðist þannig spá einhvers konar tímaskilum. En fleira getur búið í henni.
Fremst fór eldur, þá hvítur skjöldur, þá rauðhvítur og hálflitur skjöldur og
loks dökkur skjöldur. Eldurinn og hvítu og dökku skildirnir geta sem hæg-
ast táknað höfuðskepnurnar eld, loft og jörð. Hálfliti skjöldurinn getur
táknað vatn, t. d. ef tilvísunin á við líkamsvessa á borð við blóð og sæði
(rautt og hvítt — dauða og líf).
En hvað voru höfuðskepnurnar? Þær voru sjálfar byggingareiningar
efnisheimsins og voru oft persónugerðar á miðöldum. Dæmi um það sést í
1. kafla Orkneyinga sögu þar sem Ægir, Logi og Kári eru nefndir til sögunn-
ar. Samkvæmt platónskri heimsmynd miðalda byggðist efnisheimurinn á
sættargerð, eða sambindingu höfuðskepnanna, sem fólst í því að hver og
ein tók við hluta af eðli hinna í nákvæmum hlutföllum (t. d. Macrobius í
4 Ekki er alveg víst að svo hafi verið ef tekið er mið af riddaranum á Valþjófsstaðahurðinni
(Magerøy 2001; sjá þó Karlsson 1993).