Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 350
GRIPLA350
Í byrjun 17. aldar stunduðu Baskar hvalveiðar við Ísland. Þeir öfluðu
nauðsynja með viðskiptum við Íslendinga og með þeim þróaðist sérstakt
viðskiptamál. Það hefur varðveist í tveimur basknesk-íslenskum orðasöfn-
um og ennfremur eru ummerki um leifar þess þriðja. Haustið 1615 brotn-
uðu þrjú basknesk skip í fárviðri við Strandir og náðu allir skipverjarnir að
komast á land en litlu varð bjargað. Skipbrotsmennirnir fóru um Vestfirði
með ránshendi og lentu eðlilega í útistöðum við Vestfirðinga. Ari
Magnússon sýslumaður kallaði út lið til að hafa hendur í hári þeirra.
Einhverjir þeirra komust undan en flestir voru vegnir í tvennu lagi, annars
vegar í Dýrafirði og hins vegar í Æðey á Ísafjarðardjúpi og Sandeyri á
Snæfjallaströnd. Annar hópurinn hafði komið sér upp bækistöð í Æðey og
náð að járna hval sem hafði rekið á land við Sandeyri. Herlið Ara drap fyrst
þá sem eftir voru í Æðey og sigldi svo í land og umkringdi bæinn á
Sandeyri. Áður en ráðist var til inngöngu var sent eftir séra Jóni Þorleifssyni
á Stað á Snæfjöllum og var hann viðstaddur slagið.30
Ekki er ljóst hvenær Bjarni fluttist úr föðurhúsum og að Tyrðilmýri eða
Mýri eins og jörðin er jafnan kölluð. Hann er hins vegar á Mýri árið 1635
og hafði þá a. m. k. verið þar frá 1631 samkvæmt vitnisburði Jóns-
bókarhandrits með hendi hans. Mýri var engin kostajörð enda landrými af
skornum skammti. Þetta kemur fram í bæjarvísu sem eignuð er ónefndum
presti á Stað á Snæfjallaströnd. Þar eru taldir upp allir bæir í sveitinni og
Þórðarson, sjá Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár V, 187–188. Jón lærði kann að hafa
verið skyldur séra Jóni á Snæfjöllum en eins og þegar hefur verið bent á var Jón lærði þre-
menningur Sveins Ólafssonar á Bæjum. Seinna kvæði Jóns lærða hefur verið prentað, sbr.
„Snjáfjallavísur hinar síðari, í móti þeim síðara gangára á Snæfjöllum 1612,“ Huld. Safn
alþýðlegra fræða íslenzkra II, útg. Hannes Þorsteinsson, Jón Þorkelsson, Ólafur Davíðsson,
Pálmi Pálsson, Valdimar Ásmundsson, 2. útgáfa (Reykjavík: Snæbjörn Jónsson, 1936),
85–94. Vísurnar eru ekki til í frumriti og hafa aðeins varðveist í einu handriti frá því um
1660. Af heiti vísnanna þar mætti ráða að draugarnir hafi verið tveir en annálar geta aðeins
um einn árið 1611 og mætti ætla að hann hafi rumskað ári síðar og þá verið kveðinn niður
fyrir fullt og allt. Að endingu skal bent á að það er einkennileg tilviljun að dauði Jóns og
draugagangur sem honum er kenndur fari af stað á Snæfjöllum 1611 sem er sama ár og séra
Jón kvænist Guðrúnu Brynjólfsdóttur.
30 Spánverjavígin 1615. Sönn frásaga eftir Jón Guðmundsson lærða og Víkinga rímur, útg.
Jónas Kristjánsson, Íslenzk rit síðari alda 4 (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag í
Kaupmannahöfn, 1950), xxviii–xxxi, xxxviii, 1–28, einkum þó bls. 22. Um orðasöfnin,
sjá Helgi Guðmundsson, „Um þrjú basknesk-íslenzk orðasöfn frá 17. öld,“ Íslenskt mál og
almenn málfræði 1 (1979): 75–87. Benda má á að Ari í Ögri átti Æðey en hana keypti hann
7. apríl 1608, sjá AM Dipl. Isl. V, 15. Apógraf nr. 5248, sjá einnig varðandi eigendasögu
Æðeyjar AM Dipl. Isl. II, 4. Apógraf nr. 2353.