Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 265
265
hospes dolosus spiritu auaricie exagitatus, quo eos furti reos
conuiceret, conuictorumque peccunias sibi adquireret, scyphum
argenteum clam in quadam mantica dormiencium abscondidit.
Quod post galli cantum... (Codex, 267).37
Auðsætt er að þýðandi, ritstjóri eða afritari norrænu þýðingarinnar hefur
ekki sömu afstöðu til frásagnarlistar og höfundur, ritstjóri eða afritari
Codex Calixtinus. Þess ber þó að gæta að það er ekki endilega þýðandinn
sem „lagfærir“ latneska textann, latneski textinn sem hann þýddi eftir kann
að hafa verið frábrugðinn þeim er varðveist hefur í Codex Calixtinus. Er því
ástæða til að skoða í megindráttum muninn á Jarteiknabók Codex Calixtinus
og Jarteiknabók Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs.
Hver kafli í Jarteiknabók Codex Calixtinus ber yfirskrift og er þar greint
frá hver hafi skráð viðkomandi kraftaverk. Auðvitað er páfinn Calixtus
skrifaður fyrir langflestum þeirra. En skrásetjarar eru fleiri: í tveimur til-
vikum (kaflar XVI og XVII, Codex, 276 og 278) á skrásetjarinn að vera
Anselmus, erkibiskup af Kantaraborg, í einu tilviki heilagur Beda (kafli II,
Codex, 262) og að lokum skal nefndur kanúki nokkur, Hubert frá Bezançon
(kafli IV, Codex, 265). Einnig er þess getið í hverri fyrirsögn fyrir sig hvort
um sé að ræða „exemplum“ eða „miraculum“. Engar slíkar fyrirsagnir eru
fyrir hendi í Jarteiknabók TPSJ+J og verður ekki annað séð en Calixtus
eigi að vera skrásetjari allra sagnanna. Þeim fylgja flestum úr hlaði orðið
„capitulum“ og í örfáum tilvikum (fimm) „miraculum“.
Fyrirsagnirnar bera með sér að höfundi eða ritstjóra Codex Calixtinus er
í mun að gefa hverri sögu um sig yfirbragð trúverðugleika. Calixtus páfi,
heilagur Beda og Anselmus af Kantaraborg eru sögufrægar persónur, menn
trúar og kirkju, og þeir skýra aðeins frá því sem satt er og rétt. Norræna
þýðandanum eða ritstjóranum þykir ekki ástæða til að grípa til fyrirsagna
og hamra á því að Calixtus sé skrásetjari jarteiknabókarinnar. Þó er augljóst
að hann (eða höfundur latneska textans sem unnið var eftir) og sá sem setti
37 [og voru] með gnægð fjár og fengu gistingu hjá auðugum manni. Sá reyndist vera úlfur í
sauðargæru, því að hann tók vel á móti þeim með margvíslegum drykkjarföngum í nafni
gestrisninnar, og tókst með blekkingum að hella þá fulla. Ó blinda græðgi, ó mannshugur
sem hneigist til að láta illt af sér leiða! Að lokum bar svefninn og ölvunin þá algerlega ofur-
liði, og hinn undirföruli gestgjafi, sem var knúinn áfram af græðgi, stakk þá svo lítið bar á
silfurstaupi í skreppu þeirra sem sváfu, til að geta látið taka þá höndum fyrir stuld og komist
yfir peningana þeirra er þeir yrðu dæmdir. Og þegar haninn hafði galað... (greinarhöfundur
þýddi og á einnig aðrar þýðingar úr latínu neðanmáls).
JAKOBS SAGA POSTOLA