Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 376
GRIPLA376
Rit Magnúsar er byggt upp eins og Jónsbók og er konungsbréfum,
ákvæðum úr recessum og tilskipunum, alþingisálitum og héraðsdómum
o. fl. raðað upp eftir því hvaða hluta Jónsbókar þau varða. Héraðsdómarnir
virðast teknir sem dæmi um þau ákvæði Jónsbókar sem dæmt er eftir
hverju sinni. Þó að fram komi á titilblaði ritsins í AM 200 4to að Magnús
hafi sett ritið saman árið 1675 þá virðist eiga að líta á það sem upphafsár
þess, þ. e. að þá hafi hann byrjað að setja það saman og að stofn þess sé
jafnvel frá því ári. Ritið hefur hins vegar verið lifandi og hugsað þannig frá
upphafi að gert var ráð fyrir viðbótum og reiknað með eyðum í uppskrift-
inni sem skyldi svo fylla er fram liðu stundir. Ekki er ólíklegt að þær við-
bætur þar sem miðað er við ártalið 1699 séu frá Magnúsi sjálfum komnar
en þær skila sér hvort tveggja í AM 200 4to og Lbs 872 4to en annars hefur
samband textanna ekki verið kannað til hlítar.
Það er athyglisvert að þótt texti Unaðsdalsdómsins sé mun fyllri í Lbs 65
II 4to en í því ágripi sem er að finna í AM 200 4to og Lbs 872 4to þá er eig-
inkona Bjarna nafngreind þar, reyndar sögð Ísleiksdóttir en ekki Ísleifsdóttir,
en hennar er ekki getið í Lbs 65 II 4to. Það bendir til að Magnús hafi haft
aðgang að frumriti dómsins þegar hann samdi ágrip sitt eða jafnvel haft
fleiri skjöl sem tengdust málinu undir höndum og er það líklegra heldur en
að Jón dan hafi fellt það undan. Dómságripið fyllir því Unaðsdalsdóminn
eins og hann er í Lbs 65 II 4to og verður því einnig birt hér.
Unaðsdalsdómur; eftir Lbs 65 II 4to, bl. 144v–146r:
Dömur vm Biarna Jönsson og Gudrunu Jönsd(öttur)
Anno 1635, þann 11 Dag aprilis mänadar ad Vnads Dal ä tilsettu hieradz
þijnge, vorum vier Effter skriffader menn, Gudmundur Asmundsson, Gud-
mundur Þorsteinsson, Eirikur Gijslason, Jön Þorsteinsson, Jön Biarnarsson
og petur Biarnasson, Til Dömz, Skinsamlegra älita, og løglegrar vrlausnar
Neffnder, aff Sijslumanninum Ara Magnussyne, huørninn ad lykta Skyllde,
og til Enda leidast, Sä äburdur er Gudrun Jönzd(ötter) haffde, og þrälega
hafft haffde, vpp ä Biarna Jönsson, og Su þrætne er þeirra för ä millum. Þar
ad Neffnd Gudrun hiellt, hermt og augliöst Giørt haffde, ad firrnefndur
Biarne, heffde fullkomlegt ecktaskapar brot med Sier framed, er hun var ad
vist hia honum, og greinde þar til mørg atuik, og huad offt þad sked heffde,