Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 312
GRIPLA312
§1763). Þessi regla virðist ná yfir alla bragarháttu sem hafa hendingar eða
endarím á tímabilinu frá miðri 14. öld og fram til um 1600. Hvort hún nær
einnig yfir fornyrðislag er hins vegar ekki ljóst og heldur ekki hvort línuskil
teldust þá vera eftir hvert vísuorð eða aðeins eftir jöfnu vísuorðin („b-lín-
urnar“).
Þar sem atkvæðafjöldi í fornyrðislagi er fremur frjálslegur er ekki auð-
velt að fullyrða um neitt út frá einstökum dæmum. Til að komast að
marktækum niðurstöðum er heppilegast að beita tölfræðilegum aðferðum.
Ég hef því talið atkvæðafjölda í öllum vísuorðum kvæðanna sem hér um
ræðir en tekið vísuorð sem hafa –r endingar6 frá og talið þau sérstaklega.
Fyrst skulum við skoða viðmiðunarhóp af fornum kvæðum.
Sigurðarbálkur Oddrúnargrátur Brot af Sigurðarkviðu
meðaltal án –(u)r 4,19 (4,14–4,24) 4,52 (4,43–4,62) 4,52 (4,40–4,63)
meðaltal –r 4,12 (4,04–4,20) 4,50 (4,20–4,80) 4,42 (4,20–4,64)
meðaltal –ur 5,28 (5,16–5,41) 5,65 (5,36–5,94) 5,42 (5,20–5,64)
Fyrsta línan í töflunni sýnir meðalfjölda atkvæða í vísuorðum sem hafa
ekkert –r. Önnur línan sýnir meðalfjölda atkvæða í vísuorðum sem hafa –r
(eitt eða fleiri) ef ekki er gert ráð fyrir stoðhljóði. Þriðja línan sýnir meðal-
fjölda atkvæða í vísuorðum sem hafa –r ef gert er ráð fyrir atkvæðisbæru
stoðhljóði. Allar tölur eru sýndar með 95%-öryggisbilum, miðað við norm-
aldreifingu. Munurinn á tölunum í fyrstu línunni og tölunum í annarri
línunni er alls staðar innan óvissumarka og sýnir það okkur, sem við viss-
um fyrir, að –r er ekki atkvæðisbært í þessum kvæðum.
Skoðum nú viðmiðunarhóp af ungum kvæðum, ortum nálægt 1600 (sjá
kafla 1.4).
Hugdæla7 Barnadilla Fjölmóður8
meðaltal án –(u)r 5,01 (4,93–5,09) 4,62 (4,56–4,68) 4,92 (4,82–5,02)
meðaltal –r 3,88 (3,67–4,10) 3,66 (3,41–3,90) 3,83 (3,49–4,18)
meðaltal –ur 5,00 (4,80–5,20) 4,72 (4,45–5,00) 4,88 (4,56–5,19)
6 Orðmyndum sem hafa fornt –ur (t. d. konur, móður) er að sjálfsögðu haldið aðgreindum frá
þeim sem hafa fornt –r.
7 Aðeinst fyrsta ‘stefið’ af Hugdælu er hér tekið með, það eru 46 vísur.
8 Aðeins fyrstu 35 vísurnar af Fjölmóði eru teknar með.