Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 343
343NÝTT AF BJARNA JÓ NSSYNI LÖ GBÓ KARSKRIFARA
hans og alnafni var mikill listaskrifari. Hann var uppi á seinni hluta 15.
aldar og með hendi hans eru varðveittar fagurskrifaðar latneskar messu-
bækur. Ekki er talið óhugsandi að Jón, faðir Birgítar, hafi einnig komið að
ritun messubóka í félagi við bróður sinn. Þess má ennfremur geta að son-
arsonur hans var Ari Jónsson. Hann og synir hans, Jón og Tómas, voru
gæðaskrifarar og skrifuðu bækur um miðja 16. öld.15 Einn möguleiki er þó
til staðar því Ragnhildur, dóttir Jóns Þorbjarnarsonar og Guðrúnar Narfa-
dóttur og afasystir Sveins og Steinunnar, átti séra Þorleif á Reyk hólum. Ef
séra Jón Þorleifsson var sonur séra Þorleifs, eins og Ágúst Sigurðsson
hefur stungið upp á, þá eiga Sveinn og Steinunn Ólafsbörn og Bjarni
Jónsson þau Jón Þorbjarnarson og Guðrúnu Narfadóttur sem sameiginleg-
an langafa og langömmu og væru samkvæmt því þremenningar.16
Eins og fyrr var getið er talið að séra Jón hafi fyrst verið prestur að
Brjánslæk. Það sem tengir hann við staðinn er kaupmáli og festing Sæ -
mundar Árnasonar, síðar sýslumanns að Hóli í Bolungarvík, og Helenu eða
Elínar dóttur Magnúsar prúða Jónssonar sýslumanns. Gerningurinn fór
fram 22. ágúst 1588 í Bæ á Rauðasandi en vottar að honum voru séra Bjarni
Halldórsson í Selárdal, séra Ólafur Jónsson síðar á Söndum en þá heimilis-
prestur í Bæ, séra Jón Þorleifsson væntanlega að Brjánslæk og svo fjórir
leikmenn. Kaupmálagerningurinn var bréfaður að Brjánslæk 2. júní
1590.17
Í prestasögum sínum minnist séra Jón í Hítardal ekki á Brjánslæk er
hann fjallar um séra Jón en segir að hann hafi tekið við Stað á Snæfjöllum
eftir séra Greip um 1588. Hann getur þess ennfremur að séra Jón hafi sam-
tímis þjónað Kirkjubólskirkju í Langadal fram undir 1590 eða nokkuð síðar
15 Ólafur Halldórsson, „Jónar tveir Þorlákssynir,“ Grettisfærsla. Safn ritgerða eftir Ólaf Hall -
dórsson gefið út á sjötugsafmæli hans 18. apríl 1990, Rit 38 (Reykjavík: Stofnun Árna Magn-
ússonar á Íslandi, 1990), 254–270; Jón Helgason, „Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld,“
Skírnir 106 (1932): 143–168.
16 „Ritgerð Jóns Guðmundssonar lærða um ættir o. fl.,“ 707–709, 714–715. Þess má geta að
á meðal dætra þeirra Jóns Þorbjarnarsonar og Guðrúnar Narfadóttur var Guðlaug sem átti
séra Indriða Ámundason en dóttir þeirra var Sæunn, móðir Jóns lærða Guðmundssonar sem
kemur síðar við sögu.
17 AM Dipl. Isl. V, 9. Apógraf nr. 4483. Annar séra Jón Þorleifsson var uppi á sama tíma en
hann hélt fyrst Hjarðarholt, svo Vatnsfjörð og var orðinn prófastur 1546 en 1565 fékk hann
Gufudal og varð prófastur í Barðastrandarsýslu til æviloka. Dánarár hans er óþekkt en
hann er á lífi 1583 og er talinn dáinn fyrir 1587, sjá Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III,
317–318. Það er því væntanlega ekki hann sem er viðstaddur kaupmálann á Brjánslæk enda
ætti hann sem prófastur að vera nefndur fyrstur í virðingarröð prestanna.