Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 180
GRIPLA180
Fara sá ek holms und hjalmi
hauks í miklum auka,
Jǫrð, at Eyjafirði,
ísungs, fira dísi,
þá svá’t dóms í draumi
dals ótta mér þótti
felli-Guðr með fjǫllum
fólkvandar bjóð, standa. 11
(Skj. AI, 118; sbr. OEM 1940, 15–16; ÍF 9 1956, 31; M 1987, 237 a21).
Þegar breytt hefur verið síðasta vísuorði og lesið bjóðr í stað bjóð verður
samantekt Jónasar Kristjánssonar og Turville-Petres sem næst svona: „Sá
ek hauks holms ísungs Jǫrð, fira dísi, fara und hjalmi at Eyjafirði í miklum
auka, svá’t mér þótti þá í draumi dals ótta dóms felli-Guðr standa með
fjǫllum, folkvandar bjóðr.“ Og þetta mætti segja á nokkurn veginn mæltu
máli íslensku: Ég sá hjálmbúna konu, dísi mannanna, fara eftir Eyjafirði
mjög stórvaxna; með fjöllum þótti mér í draumnum sem sú valkyrja stæði,
hermaður!
En gerist maður nú hörgabrjótur og efist um rök hinna ágætustu fræði-
manna er reyndar hugsanlegt að túlka á annan veg.
Þar er fyrst til að taka, að leiðrétting textans er ekki nauðsynleg. Það má
skilja orð handritsins óbreytt: „svá’t mér þótti þá í draumi dals ótta dóms
felli-Guðr standa folkvandar bjóð með fjǫllum “. Þar með túlka ég folkvand-
ar bjóð sem andlag sagnarinnar standa. Um notkun hennar sem áhrifssagn-
ar eru þó nokkur dæmi í lausu máli sem bundnu (sjá orðabók Fritzners og
Lexicon Poeticum) og getur hún þá merkt ,finna’, ,mæta’, ,ráðast á’ jafnvel
,standast’, og þar sem Glúmur virðist nota sömu sögn á sama hátt í annarri
vísu, eins og að verður komið, sé ég enga ástæðu til að hafna þessum kosti
hér. Þar með verður líka komist hjá öllum leiðréttingum á texta handrits-
ins. Þá er að vísu óráðið hvort þessi fólkvandar bjóðr (nokkuð hlutlaus her-
mannskenning) er skáldið sjálft eða fjandmaður þess. Í fyrra tilviki mætti
skilja standa sem ,finna’, ,hitta’ en í hinu síðara ,standa gegn’. Skáldið vænt-
ir í báðum tilvikum hjálpar frá þessari miklu konu.
Í annan stað er ástæða til að skoða nánar kenninguna hugsuðu: hauks
11 Bæði Turville-Petre (í skýringum, 1940, 64) og Jónas Kristjánsson hölluðust að leið -
rétt ingartillögu Kocks (Not. Norr. § 382) og breyta bjóð í bjóðr.