Gripla - 20.12.2010, Blaðsíða 391
391LANDNÁM ÞÓRÓLFS MOSTRARSKEGGS
Í Eyrbyggju ber handritum sögunnar ekki saman um heiti annars af
mörkum landnáms Vestars, né heldur hvort hann hafi numið land fyrir
utan þau eða innan:
Vestarr: Eyrb. 2003, 20–21: ‘ꝼͥ ut ᷠ huala ꝼ.’ (fyrir útan Hvalafjǫrð)’.
— AM 445 b 4to (Melabók): ‘ꝼirir vtan vthvala ꝼiꝛ’ (fyrir útan
Úthvalafjörð). — AM 448 4to (eftirrit af Vatnshyrnu): ‘ꝼirir ja
urthva|la ꝼior’ (fyrir innan Urthvalafjǫrð). — AM 447 4to: ‘firer
ja wthualafior’ (fyrir innan Úthvalafjǫrð).4
Það sem Ólafur Lárusson segir um Urthvalafjörð á bls. 94 í sinni bók,
Landám á Snæfellsnesi, er ekki allskostar rétt. Í eftirriti Árna Magnússonar
(AM 214 8vo) af því sem lesið varð af eldri blaðræksnum með kirkju- og
fjarðatali Páls Skálholtsbiskups Jónssonar stendur ekki ‘Urthvalafjörður’,
heldur ‘Urthola fiordur’ (f. 13v) og á blaðsnepli sem nú er á milli f. 20 og 21
og virðist raunar vera úr því handriti sem Árni fór eftir, stendur skýrum
stöfum: ‘vꝛt hőlafioꝛdvꝛ’, en síðar í fjarðatalinu (f. 64v) stendur ‘ut hvala
fiordur’. Þar virðist Árni fyrst hafa skrifað ‘hvola’, en síðar skrifað ‘a’ með
dekkra bleki yfir ‘o’. Þar af leiðandi þori ég ekki að leggja til að Urthvalafirði
sé útrýmt úr texta Eyrbyggju, en sé hann friðlýstur þar verður að gera ráð
fyrir að Úthvalafjörður sé draugorð.5
Orðið urthvalur fær reyndar staðist. Á fyrstu öldum byggðar á Íslandi
var rostungur ekki talinn til sela, heldur hvala, og nefndur rosmhvalur. Við
hann er kennt Rosmhvalanes á norðanverðu Reykjanesi. Vel má vera að
orðið urthvalur hafi verið haft um kvendýr (kæpu) rostungs, og áreiðanlega
hafa staðir þar sem urthvalir kæptu verið nefndir Hvallátur.6 Á Breiðafirði
er eyja ein sem heitur Hvallátur, og alls ekki ólíklegt að urthvalir þeir sem
þar kæptu hafi áður haft viðdvöl í Urthvalafirði.
Athyglisverð athugasemd um landnám Vestars er í lýsingu Setbergs-
sóknar á Snæfellsnesi, sem Helgi Sigurðsson, prestur á Setbergi, tók saman
1873, prentuð í Sýslu- og sóknalýsingum III, 237–311. Þar stendur þetta um
Kolgrafafjörð í upphafi neðanmálsgeinar 3 á bls. 255:
4 Ég sé ekki betur en að ‘Vi’ í ‘Vithuala fiord’ í texta sem er tekinn eftir 447, á bls. 20, l. 6, í
Eyrb. 2003, sé mislestur fyrir ‘w’.
5 Ólafur Lárusson getur þess að almennt sé talið ‘að Urthvalafjörður hafi verið hinn ytri hluti
Kolgrafafjarðar.’ LandnSnæf., 94.
6 Sjá grein Bjarna Einarssonar: Hvallátur. Gripla VI. StÁM, 1984, 129–134. Endurprent í
Mælt mál og forn fræði. StÁM, 1987, 26–31.
i n