Són - 01.01.2003, Side 8

Són - 01.01.2003, Side 8
KRISTJÁN EIRÍKSSON8 og algjörðri mind; ella verða rímurnar tómar rímur, enn aldreí neítt listaverk.2 Hér kemur vel fram fagurfræðileg sýn skáldsins og hin rómantíska krafa um frumleika. Rímnakveðskapurinn á ekki að vera hugsunar- laus handavinna eins og að prjóna duggarasokk. Slíkt er vanvirða við skáldskapinn sem á að vera skapandi og einungis nýta þá atburði og hugmyndir sögunnar sem þjóna listrænum kröfum skáldsins. Jónas vill þannig hverfa frá því hefðbundna sjónarmiði að rímurnar eigi aðeins að endursegja sögu heldur skuli þær verða sjálfstæð listaverk, sköpunarverk skáldsins sjálfs. Þessi krafa er eðlileg, til dæmis vegna þess að bundið mál hentar yfirleitt verr til að segja sögu en óbundið. Og það má reyndar merkilegt heita að Íslendingar, sem áttu glæstustu sagnabókmenntir í Norðurálfu í óbundnu máli, skyldu taka upp á því að endursegja þær í bundnu máli og það undir flóknum bragarháttum rímna. Sjálfsagt verður slíkt háttalag seint fullskýrt en benda má þó á hugsanlegar ástæður. Það er alkunna að fólk á miðöldum skar flóknar myndir í tré og gætti þess vandlega að fylla allan myndflötinn eða sem mestan hluta hans. Slíkur tréskurður sést vel á ýmsum þeim munum sem varðveist hafa frá þessum tíma, til dæmis skipstrjónum og dyraumbúnaði. Sömu tilhneigingu má sjá á ofnum reflum með myndum sem segja sögu einstakra atburða og einnig á skrautgripum úr málmi með flóknu og samslungnu mynstri. Í eddukvæðum höfðu menn ort um löngu liðna atburði undir til- tölulega einföldum bragarháttum en með dróttkvæðum kemur sama áráttan og í myndlistinni. Innrím eftir föstum reglum tekur við ásamt reknum kenningum þar sem hver myndin eftir aðra fléttast inn í heildarmyndina.3 Dróttkvæði eru þannig vitni um orðlist sambærilega hinu flókna handverki tímans þar sem myndirnar birtast fyrir hugskotssjónum áheyrenda. Síðar eru svo samdar frásögur með dróttkvæðin sem heimildir. Og ferlið heldur áfram. Skáldin þurftu nú ekki lengur að styðjast við munnmæli í yrkingum sínum þar sem bókfellið varð- veitti atburðarásina nákvæmlega. Rímur eru sambærilegar eddu- kvæðum að því leyti að í þeim er sögum snúið í bundið mál en sá er 2 Jónas Hallgrímsson (1837:22). 3 Um samband handverks og skáldskapar hefur Hallvard Lie fjallað nokkuð í skrif- um sínum. Sjá Lie (1982).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.