Són - 01.01.2003, Side 18

Són - 01.01.2003, Side 18
KRISTJÁN EIRÍKSSON18 um hvaða bragarhættir séu líklegastir til að kalla fram ákveðinn hug- blæ. Það hefur löngum tíðkast í skólum að kenna fólki ýmsar list- greinar. Þannig þykir sjálfsagt að þeir sem ætla sér að leggja stund á myndlist læri ýmsar grundvallarreglur í dráttlist og fara þeir gjarnan í myndlistarskóla, kynna sér þar helstu stefnur og strauma og reyna að læra það handbragð sem hverjum stíl tilheyrir. Sama gildir um tón- list. Færni í hljóðfæraleik og tónsmíðum kostar þrotlausar æfingar og nám. Það er vissulega rétt að snilligáfu öðlast menn tæpast með þrot- lausum æfingum eða beinum lærdómi. En hitt er engu að síður stað- reynd að æfingin skapar meistarann og hafi menn tæknina á valdi sínu eru þeir færari um að virkja sköpunargáfu sína og ljá hugsunum sínum og tilfinningum það form sem best hæfir þeim. Í ljóðum hafa menn löngum tjáð sínar leyndustu tilfinningar, lang- anir og þrár. Ljóðlist hefur ásamt tónlistinni umfram allt verið mál hjartans og á tímum rómantíkur varð það hlutverk hennar enn skýrara en fyrr. Þá kom líka fram krafan um að skáldin ættu að vera frumleg og dýrkun snillingsins hófst fyrir alvöru í bókmennta- og listalífi. Sú krafa varð seinna með nýrómantíkinni ennþá afdráttar- lausari og sama er að segja um snillingsdýrkunina. Hvort tveggja leiddi meðal annars til þess að skáldin hófu ýmsar tilraunir með hið hefðbundna form, bjuggu til nýja bragarhætti og vörpuðu síðar mörg hver alveg af sér oki ríms og stuðla og hefðbundinnar hrynjandi. Líklega blandast engum þeim sem kynnt hafa sér íslenskan kveðskap í aldanna rás hugur um að slíkar breytingar hafa eflt og auðgað ljóða- gerð Íslendinga og vegna þeirra hafa verið ort ýmis frumlegustu og bestu ljóð tungunnar. Á hinn bóginn leiddi krafan um frumleikann og dýrkun snillingsins til þess að skáld hirtu mörg hver lítt um það hvað læra mátti af hinu hefðbundna formi og fornu skáldamáli. Þar af leiðandi hafa þau farið á mis við ýmislegt það í skáldskaparfræðum sem betra er að hafa en missa. Hvernig sem á því stendur þá virðist frumleikakrafan lífseigari í ljóðagerð en öðrum greinum bókmennta. Þetta speglast vel í móður- málskennslu í skólum. Þar er nemendum kennt að setja fram hugsun sína í rituðu máli og fæstir þeirra munu komast svo í gegnum skyldu- nám að þeir hafi ekki fengið einhverja þjálfun í að skrifa smásögur, að ekki sé minnst á hinar hefðbundnu skólaritgerðir. Til skamms tíma mun það þó fremur hafa heyrt til undantekninga að nemendum væri kennt að yrkja ljóð eftir föstum reglum (og er þá ekki endilega átt við reglur hefðbundins bragar). Á síðustu árum hafa þó sést ýmis teikn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.