Són - 01.01.2004, Side 16

Són - 01.01.2004, Side 16
VALGERÐUR ERNA ÞORVALDSDÓTTIR16 Það sem gerir vísur Þjóðólfs svo spaugilegar er ósamræmið milli hins upphafna tungutaks annars vegar og lágkúrulegs yrkisefnisins hins vegar. Ósamræmi af þessu tagi hefur löngum verið eitt af því sem einkennir vel heppnað grín. Ólíkum hlutum, sem að öllu jöfnu eiga alls enga samleið, er stefnt saman og útkoman verður oft drepfyndin í fáránleik sínum. Til að þetta virki verður hins vegar að vera til eitt- hvert samræmi sem samfélagið þekkir og samþykkir, annars þætti engum fyndið að sjá hluti utan við sitt hefðbundna samhengi.28 Það er einmitt það sem Þjóðólfur gerir svo listavel. Í vísunum mætast goð- sagnaheimur dróttkvæðanna og daglegt líf almúgamanna; iðnaðar- menn verða að guðum og jötnum, hetjur og ógurlegir drekar takast á með tól handverksmanna að vopni. III Forveri Þjóðólfs Arnórssonar, hirðskáldið og konungsmaðurinn Sig- hvatur Þórðarson, er þekktur fyrir léttleikandi vísur og einfaldan stíl. Sighvatur er talinn fæddur um 995, sonur Þórðar sem kallaður var Sigvaldaskáld. Ekkert af kvæðum Þórðar hefur varðveist en ætla má að sonurinn hafi þegið skáldskapargáfuna að einhverju leyti í arf frá föður sínum. Í Flateyjarbók er önnur skýring og skemmtilegri á því hvernig Sighvatur varð skáld. Í æsku þótti hann hálfgerður kolbítur, seinn til og ekki líklegur til stórræða. Dag einn fór hann með Aust- manni að veiða í Apavatni en Sighvatur ólst upp á samnefndum bæ og veiddi mikinn og fagran fisk. Eftir að hafa sporðrennt honum í heilu lagi orti hann sína fyrstu dróttkvæðu vísu.29 Haustið 1015 fór hann til Noregs, líklega til að ganga í þjónustu Hlaðajarla. Sama vetur kom hinn ungi Ólafur Haraldsson konungur til Niðaróss og með í för var Þórður, faðir Sighvats. Eftir nokkrar fortölur fékk skáldið að flytja hinum unga konungi lofkvæði sitt, „Víkingavísur“, þáði góðar gjafir fyrir og var gert að hirðmanni.30 Ári síðar var Sighvatur í liði Ólafs konungs í orrustunni við Nesjar og orti um þann bardaga flokk, „Nesjavísur“. Eftir það varð hann náinn vinur og ráðgjafi konungsins 28 Halsall (2002b:89 – 90). 29 Flateyjarbok III (1868:243). Margaret Clunies Ross velti fyrir sér hvernig bæri að túlka söguna um fiskát Sighvats í greininni „From Iceland to Norway: essential rites of passage for an early Icelandic Skald“. Ross (1997:554–557). 30 Lie (1982:231).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.