Són - 01.01.2004, Page 17

Són - 01.01.2004, Page 17
KÁTLEGAR KENNINGAR 17 og í miklum metum við hirðina en fór þó sínu fram. Til allrar ham- ingju hefur mikið varðveist af kvæðum og lausavísum Sighvats. Persónuleiki hans birtist í kveðskapnum og af honum má ráða að af- bragðs skopskyn hefur verið ríkur þáttur í skapgerð hans. Gam- ansemi hans nýtur sín hvergi betur en í „Austurfararvísum“, vísna- flokki sem hann orti um ferð sína austur til Gautlands en þangað fór hann sem erindreki Ólafs konungs Haraldssonar haustið 1018 eða 1019.31 Ferðalýsingar eru þekkt form satíru í klassískri og latneskri kvæðahefð og „Austurfararvísur“ eru sprottnar af sama meiði.32 Þegar heim var komið skemmti Sighvatur konungi og hirðmönnum með kvæðinu og vafalaust hafa hinar kostulegu lýsingar hans á óförum ferðalanganna vakið óskipta kátínu þeirra sem á hlýddu heima í skjóli hallarinnar. Í vísunum má greinilega heyra háðskan tón hins veraldarvana erindreka, sendimanns konungsins sem hefur farið víða og kynnst ólíkum siðum og venjum. Sighvatur gerir óspart grín að heimalningshætti og smásálarskap Svíanna sem hann hittir fyrir á ferð sinni, einfalds bændafólks sem enn trúir á heiðna guði og óttast reiði álfanna. Það skapar samkennd innan hópsins að hlæja að þeim sem standa utan hans, sérstaklega ef ‚hinir‘ þykja standa neðar í virðingarstiga samfélagsins, en það skapar jafnvel enn meiri sam- kennd ef menn hlæja að sjálfum sér líka.33 Lýsingar Sighvats á heimamönnum á Gautlandi hafa eflaust vakið hlátrasköll hirðmanna en það sem gerir þær svo skemmtilegar sem raun ber vitni er að Sighvatur gerir líka grín að sjálfum sér, samferðamönnunum og jafn- vel hirðmönnunum sem hlýddu á kvæðið. Alls óvíst er hvernig kvæðið hljómaði þegar það var fyrst flutt fyrir konung og hirð og hvaða vísur tilheyra því. Snorri fléttar vísunum saman við lausamálsfrásögnina í Heimskringlu en Finnur Jónsson raðaði þeim síðar upp eftir því sem hann taldi réttast miðað við þá leið sem Sighvatur og félagar hefðu farið. Alls taldi hann tuttugu og eina vísu tilheyra „Austurfararvísum“.34 Hér verður látið nægja að skoða þær sex vísur sem lýsa ferðinni að Eiðum, um Eiðaskóg og um 31 Samkvæmt frásögn Snorra í Heimskringlu fór Sighvatur tvær ferðir til Svíþjóðar en í Fagurskinnu er aðeins talað um eina ferð þangað. Í vísunum kemur ekkert fram sem styður það að Sighvatur hafi farið oftar en einu sinni til Svíþjóðar í erindum Ólafs konungs og því telja flestir fræðimenn að vísurnar séu allar ortar í einni ferð þangað austur. Turville-Petre (1976:78). 32 Frank (1978:155). 33 Halsall (2002b:96). 34 Finnur Jónsson (1932:13 og 20–21).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.