Són - 01.01.2004, Blaðsíða 20
VALGERÐUR ERNA ÞORVALDSDÓTTIR20
Hykk á fót, en flekkum
fell sár á il hvára,
hvasst gengum þó þingat
þann dag, konungs mÄnnum.
Vasa fyrst, menn of veit, at mœttum meini, es rannk reiðr tolf rastir
ok eina of skóg frá Eiðum. Hykk gengum þó hvasst á fót þingat
þann dag, en sár fell flekkum á hvára il konungsmÄnnum.
Ferðalög á miðöldum gátu verið erfið og þreytandi, óbrúaðar ár voru
miklir farartálmar og þéttir skógar reyndu á þrek og úthald ferða-
langa.43 Það er lítill glæsibragur yfir erindrekum konungs, hestlausum
og fótfúnum á langri göngu um skóginn í leit að náttstað. Nafnið
Eiðaskógur minnir mjög á orðið ‚eyðiskógur‘ sem er ef til vill ekki
tilviljun því þeir félagar virðast ekki hafa orðið varir við mannaferðir
á endalausri göngunni um myrkviðinn. Sighvati tekst að gera þá fé-
laga aumkunarverða og hetjulega í senn. Hann skopast að aumlegu
ástandi þeirra, kvartar og barmar sér — fell sár á il hvára — en hreykir
sér í sömu andrá af hreysti þeirra og harðfengi: rannk tolf ok eina rastir
[...] hykk gengum þó hvasst á fót þingat. Mitt í raupinu má enn og aftur
greina meinlega sneið til hirðmannanna sem hlýða á lýsinguna af
hrakförum félaga sinna: Og hvað voruð þið að gera á meðan, vesal-
ingarnir ...?
Næstu fjórar vísurnar (4.–7. vísa samkvæmt röðun Finns Jónssonar
í Den norsk-islandske skjaldedigetning) lýsa á kostulegan hátt viðtökunum
sem Sighvatur fékk hjá sænskum bændum á Gautlandi. Fyrst ber
hann að dyrum að Hofi:
Réðk til Hofs at hœfa.
Hurð vas aptr, en spurðumk,
inn settak nef nenninn
niðrlútt, fyrir útan.
Orð gatk fæst af fyrðum,
flÄgð baðk, en þau sÄgðu,
hnekkðumk heiðnir rekkar,
heilagt, við þau deila.
43 Í bókinni The Medieval Traveller fjallar Norbert Ohler um ferðalög á miðöldum. Í
kaflanum „ Journeys by land, river and sea“ er m.a. rætt um þá erfiðleika sem
ferðalangar þurftu að yfirstíga. Ohler (1989:22–55).