Són - 01.01.2004, Síða 25

Són - 01.01.2004, Síða 25
KÁTLEGAR KENNINGAR 25 vinir konungsins. Kaldhæðnislegt skopskyn þeirra er skopskyn yfir- stéttarinnar sem gerir grín að almúganum og þeim sem ekki tilheyra þeirra heimi.49 Hirðskáldin höfðu hleypt heimdraganum, farið utan og kynnst siðum og venjum í öðrum löndum. Þau kunnu að hegða sér í návist tiginna manna, ólíkt kotbændunum á Gautlandi. Í fimmtu vísu Hávamála segir: Vits er þörf þeim er víða ratar, dælt er heima hvað. Að augabragði verður sá er ekki kann og með snotrum situr.50 Undir lok 10. aldar voru flest hirðskáldin íslensk en þessir íslensku bændasynir hikuðu ekki við að gera grín að löndum sínum sem ekki höfðu farið utan og forframast við hirðir erlendra höfðinga. Hall- freður Óttarsson hæddist miskunnarlaust að fyrrum sýslunga sínum, bóndanum Grísi Sæmingssyni, en sá fékk hinnar fögru Kolfinnu sem skáldið hafði sjálfur haft augastað á. Fyrirlitning hans á hversdagslegu striti bóndans kemur fram í tveimur skondnum kenningum í lausa- vísum sem hann orti um Grís: orfa stríðir ‚óvinur orfsins‘ og orfþægir ‚sá sem þjarmar að orfinu‘.51 Skáldið og konungsmaðurinn telur það greinilega ekki hetjulega iðju að berjast við orf í kargaþýfi. Önnur spaugileg kenning, troga søkkvir, er í vísu sem Hallfreður orti um Má bónda á Másstöðum í Vatnsdal.52 Hún er fyndin og tvíræð í senn því að annars vegar gæti hún merkt ‚sá sem grandar trogum, óvinur mjólkur- og skarntroga‘ en hins vegar gæti trogið hafa verið notað við heiðin blót.53 Sá sem stríðir við skarntrog er heldur lítill garpur og lítt karlmannleg iðja að sýsla við mjólkurmat. Skáldbróðir Hallfreðar, Kormákur Ögmundsson sem uppi var um 930–970, þótti nokkuð ódæll og níðskár. Samkvæmt Skáldatali var Kormákur hirðskáld og orti lofkvæði um Harald gráfeld í Noregi og 49 Halsall (2002a:12–13). 50 Eddukvæði (1998:21). 51 ÍF VIII (1939:182). 52 ÍF VIII (1939:146). 53 Russell Poole fjallar á skilmerkilegan hátt um vísurnar þrjár og hugsanlega merkingu orðsins trog í greininni „Relation between Verses and Prose in Hallfreðar saga and Gunnlaugs saga“. Poole (2001:144–151).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.