Són - 01.01.2004, Page 49
MÁLSHÁTTAKVÆÐI 49
brandur Vigfússon benti á skyldleika við 78. vísu „Sólarljóða“: „Arfi, faðir /
einn eg ráðið hefi / og þeir Sólkötlu synir / hjartarhorn það / er úr haugi bar
/ hinn vitri Vígdvalinn.“32 8 Síðasta ljóðlínan helsti eru nú minni forn minnir
eilítið á orðin sem Ægir mælir í Snorra-Eddu þegar Bragi hefur sagt honum
söguna um Ölvaldasyni og gullið þeirra en hún var rakin hér að framan:
„Það þykir mér vera vel fólgið í rúnum.“ helsti: ‘um of’.
Þetta erindi er allt bundið við sög-
una um dauða Baldurs sem alkunn
er af frásögn Snorra í 49. kafla
„Gylfaginningar“. 1 svipur merkir
hér ‘(skyndilegur) missir eða tjón’.
Bein orðaröð væri: (það) þótti svipur
að syni Friggjar, þ.e. Baldri. 3 Her-
móður var sonur Óðins. Hann var
kallaður Hermóður inn hvati og
reið á Helveg að bjóða Helju út-
lausn og freista þess að fá Baldur
aftur heim í Ásgarð. Hermóður lagði því svo sannarlega sitt af mörkum til
þess að auka (Baldri) aldur. 4 Éljúðnir hét salur Heljar. sólginn (eldra solginn) er
lh.þt. af sögninni að svelg(j)a: ‘gleypa í sig’. vann sólginn Baldur: ‘fékk gleypt
Baldur’. 6 aukið var þeim hlátrarbann: ‘harmur þeirra (goðanna) var mikill’.
8 jaga: ‘nauða, hreyfa fram og aftur’. Uppruni sagnarinnar er umdeildur, ef til
vill er um tökuorð að ræða. Sögnin kemur þó fyrir í fornu máli, til dæmis í
Morkinskinnu:33 „[…] at eigi skyldi ávallt jaga á enni sömu sök.“ Merkingin er
greinilega sú sama hér: ‘klifa á, staglast á’.
Skáldinu tekst einkar vel upp í
þessu erindi. Málshættirnir mynda
merkingarlega samfellu þar sem
eins og leynd saga liggur milli
línanna. 1 sitt mein þykir sárast hveim:
10
9
Friggjar þótti svipur að syni.
Sá var taldur úr miklu kyni.
Hermóður vildi auka aldur.
Éljúðnir vann sólginn Baldur.
Öll grétu þau eftir hann.
Aukið var þeim hlátrarbann.
Heyrinkunn er frá honum saga.
Hvað þarf eg um slíkt að jaga.
Sitt mein þykir sárast hveim.
Sáttargjörð er ætluð tveim.
Oddamaður fæst oft hinn þriði,
jafntrúr skal sá hvárra liði.
32 Sólarljóð (1991:38, 102-105).
33 Morkinskinna (1867:183).