Són - 01.01.2004, Side 56
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON56
1–2 varla sýnist allt sem er / ýtum
þeim er bægir drer: Konráð Gísla-
son61 skýrði þessi vísuorð fyrst-
ur manna. Hann benti á að
kvæðið er ekki alls staðar átt-
mælt, þ.e. átta fullkomnar setn-
ingar í hverju erindi. Þessi tvö
vísuorð beri því að taka saman
og merking þeirra gæti verið:
‘de, der lide (egentl. hindres) af
stær, se neppe alt, som det er’.
Konráð skýrir drer svo að það sé hugsanlega leitt af glataðri sögn *drjósa (drjúpa)
og orðið merki ‘augnsjúkdómur, starblinda’ af því að menn töldu að sjúk-
dómurinn stafaði af falli blóðdropa í augun. 3 eigi að eins er í fögru fengur: ‘ekki er
einungis ávinningur að því sem fagurt er’ (heldur í mörgu öðru). Möbius62
bendir til samanburðar á ekki er í fríðu einu fengur né feitu einu matur, og enn fremur
ekki er allt gull sem glóir. 4 fundið mun það er reynt er lengur: ‘það mun koma í ljós
þegar það hefur verið reynt’. Kjarni þessa vísuorðs gæti verið málsháttur sem
fyrir kemur í 40. kap. Grettis sögu: þá veit það, er reynt er.
1 efnum þykir best að búa: ‘best er
að búa svo að efni séu góð’.
efnum er aukafallsliður, þ.e. ‘best
er að búa með (góðum) efn-
um)’. 2 brögðótt reyndist gemlu fúa:
‘tófan reyndist gamalærinni
brögðótt’. gemla: ‘gamalær’. fúa
(eða fóa): ‘tófa’. Anne Holts-
mark63 hyggur að hér vísi
skáldið ef til vill til einhverrar
dæmisögu þar sem skepnur fara
með aðalhlutverk. Þetta væri þá svipuð skírskotun og um froskinn í 5. erindi.
3–4 margar kunni hún slægðir sér / svo nökkvi gafst Rannveig mér: ‘hún (tófan) bjó
18
17
61 Konráð Gíslason (1897:139-141).
62 Möbius (1873:34).
63 Holtsmark (1937:14).
Varla sýnist allt sem er
ýtum þeim er bægir drer.
Eigi að eins er í fögru fengur,
fundið mun það er reynt er lengur.
Ekki varð-at forðum farald,
Finnan gat þó ærðan Harald,
honum þótti sólbjört sú.
Slíks dæmi verður mörgum nú.
Efnum þykir best að búa.
Brögðótt reyndist gemlu fúa.
Margar kunni hún slægðir sér,
svo nökkvi gafst Rannveig mér.
Illa hefir sá er annan sýkur.
Eigi veit áður hefndum lýkur.
Bráðfengur þykir brullaups frami.
Brigða lengi er hver hinn sami.