Són - 01.01.2004, Page 60
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON60
1 grandvar skyldi hinn góði maður:
allmargir málshættir eru til sem
láta í ljós svipaða hugsun sá skal
grand (þ.e. ‘tjón, mein’) varast sem
góður þykist. 2 Gizur varð að rógi
saður: ‘Gizur (hér Óðinn) varð
ber að illmæli’. Nafnið Gizur er
þekkt sem eitt hinna fjölmörgu
heita Óðins. Það kemur t.d. fyrir
í þulum Snorra-Eddu74 og Sturla
Þórðarson yrkir vísu þar sem
Gizur Þorvaldsson er kallaður Óðinn.75 sað(u)r: gömul víxlmynd við ‘sannur’.
3 etja vildi hann jöfrum saman: ‘hann (þ.e. Óðinn) vildi etja konungum saman’.
Þessi tvö síðustu vísuorð minna á orð Dags í 34. vísu í „Helgakviðu
Hundingsbana II“ þegar systir hans, Sigrún, biður honum bölbæna: „Ær ertu,
systir, / og örvita / er þú bræður þínum / biður forskapa. / Einn veldur Óðinn
/ öllu bölvi, / því að með sifjungum / sakrúnar bar.“ 4 ekki er mér að stúru gaman:
‘ekki þykir mér gaman að ófriði’. stúra: ‘hryggð; mótlæti’, hér þó líklega fremur
‘ófriður’. 5 kunna vilda eg sjá við snörum: ‘ég vildi geta séð við svikum (gildrum)’.
Til er málshátturinn ekki er hægt (þ.e. auðvelt) við svikum að sjá76 sem felur í sér
svipaða hugsun. 6 sjaldan hygg eg að gyggi vörum: ‘sjaldan hygg ég að hinn varkári
geri skyssu’. Í 6. vísu „Hávamála“ er hliðstæður málsháttur sjaldan verður víti
vörum. Sögnin að gyggja (eða gyggva) merkti ‘skelfa; mistakast’. Nú notum við
eingöngu lh.þt., þ.e. gugginn. 7 vel hefir hinn er situr of sitt: sbr. t.d. málsháttinn sá
er sæll er sínu ann. 8 svartflekkótt er kvæði mitt: skáldið talar í hálfkæringi um kvæði
sitt og á sennilega við að það sé sundurleitt að efni.
1 jafnan segir hinn ríkri ráð: ‘ætíð er
það hinn voldugri sem hlýtur að
ráða’. Finnur Jónsson77 telur að
segja ráð merki einfaldlega ‘ráða’.
Það er eflaust rétt þar sem til er
23
22
74 Edda Snorra Sturlusonar II b (1852:472, 555).
75 Sturlunga II (1988:750).
76 Hallgrímur Scheving (1843:15).
77 Finnur Jónsson (1914:181).
Grandvar skyldi hinn góði maður.
Gizur varð að rógi saður,
etja vildi hann jöfrum saman.
Ekki er mér að stúru gaman.
Kunna vilda eg sjá við snörum.
Sjaldan hygg eg að gyggi vörum.
Vel hefir hinn er situr of sitt —
svartflekkótt er kvæði mitt.
Jafnan segir hinn ríkri ráð.
Röskvir menn gefa örnum bráð.
Upp að eins er ungum vegar.
Engi maður er roskinn þegar.