Són - 01.01.2004, Page 67
MÁLSHÁTTAKVÆÐI 67
dúr. Anne Holtsmark,107 og fleiri raunar, skilja þetta erindi þannig að skáldið
kjósi að dylja nafn sitt. Sá skilningur virðist ekki fjarri lagi.
Lokaerindið er mjög skert eins
og sjá má en það litla brot, sem
þó er varðveitt, hæfir skáldinu
vel: 1 stjórnlausu hef eg slungið
saman: minnir á orð í 90. vísu „Hávamála“: „eða [sem] í byr óðum / beiti
stjórnlausu.“ Skáldið lætur eins og kvæðið sé án nokkurrar sýnilegrar
reglufestu og efni þess sé nánast slengt saman af hendingu. 2 Hér lýkur
kvæðinu í handritinu. Finnur Jónsson108 bætir við: „/ mér hitta gaman /.“
HEIMILDIR
Apokrýfar bækur Gamla testamentisins. 1994. Þýðandi: Séra Árni Bergur Sig-
urbjörnsson í samvinnu við Jón Sveinbjörnsson prófessor og dr.
Guðrúnu Kvaran orðabókarritstjóra. Hið íslenska Biblíufélag, Reykja-
vík.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans,
Reykjavík.
Bjarni Einarsson. 1961. Skáldasögur. Menningarsjóður, Reykjavík.
Björn M. Ólsen. 1915. „Til Eddakvadene.“ Arkiv for nordisk filologi
XXXI. Ny följd. XXVII:52 – 95.
Bugge, Sophus. 1875. „Biskop Bjarne Kolbeinsson og Snorres Edda.“
Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie:209 – 246. I commission i
den Gyldendalske Boghandel, Kjøbenhavn.
Carmina Medii Aevi Posterioris Latina. Proverbia sententiaeque Latinitatis medii
aevi I – II. 1969. Unter Benutzung der Vorarbeiten Alfons Hilkas
bearbeitet von Hans Walther. Vandenhoeck & Ruprecht, Göttingen.
Carmina Norræna I – II 1886 – 1889. Edidit Theodorus Wisén. [Án for-
lags.] Lundæ.
Cederschiöld, Gustaf. 1882. „Allra kappa kvæði.“ Arkiv for nordisk filologi
I:62 – 80.
30
Stjórnlausu hef eg slungið saman,
svo vilda eg ...........................
107 Holtsmark (1937:12).
108 Den norsk-islandske skjaldedigtning B II (1915:145).