Són - 01.01.2004, Page 78
ÞÓRÐUR HELGASON78
Ekki er því að undra að Hulda notar þennan hátt er hún yrkir um
annan biskup, Jón Ögmundsson, í ljóði sínu „Um biskupasögur“:4
Sá má kallast sómi,
sól og manna vinur,
er við eilíft ljós
gleymir ei breysku blómi,
sem berst hér enn og stynur — —
jarðar reyr og rós
hretin lemja, hrjá og löngum sveigja.
Hjörtu mannleg ótal sorgir beygja,
slys og plágur stríðin hörðu heyja,
hrelldir hvergi á jörðu bætur eygja.
Það gefur augaleið að létt verk er að færa sér í nyt fyrri hluta þessa
forna háttar og það gerir Sigurður Jónsson frá Brún í ljóðinu „Í sláttu-
byrjun 1939“. Sumarið 1939 er enn í manna minni fyrir árgæsku og
því við hæfi að þakka það í ljóði:5
Nú er sæla í sveitum,
syngur gola í stráum
glitrar geisli á tjörn.
Bisast upp úr bleytum,
beita kollum smáum
fáorð fergins börn.
2.3 Þýðingar
2.3.1 Friðþjófssaga og Matthías Jochumsson
Ef litið er fram hjá sonnettum og hætti Skáld-Sveins kemur flétturímið
fyrst fyrir í íslenskum skáldskap í þýðingu Matthíasar Jochumssonar
á „Fritiofs saga“ eftir sænska skáldið Esiais Tegnér, og hét hjá Matt-
híasi „Friðþjofssaga, norræn söguljóð í 24 kvæðum, eftir Esiais
Tegnér“ og tileinkar þýðandinn „skáldinu Steingrími Bjarnasyni
Thorsteinson“ „í vináttu og viðurkenningarskyni“. Þessa bók prýða
myndir „dregnar af Sigurði Guðmundssyni, grafnar af Árna Gísla-
4 Hulda (1946:215).
5 Sigurður Jónsson frá Brún (1940:44).