Són - 01.01.2004, Page 82
ÞÓRÐUR HELGASON82
Þessum hætti virðist Valdimar Briem hafa tekið feginshendi og geldur
nú Brynjúlfi fyrir að tileinka Kvæði sín „Mínum ástkæra sóknarpresti
sjera Valdimar Briem, sem hefir veitt mjer svo margar leiðbein-
inga“.15 Valdimar samdi Biblíuljóð I og II, mikinn bálk, og virðist hafa
lagt metnað sinn í að hafa hættina sem fjölbreyttasta. Því má
auðveldlega sjá að hann var síleitandi nýrra hátta og greip marga
glænýja. Háttur Brynjólfs, sem ekki var fordæmi fyrir á Íslandi, fær nú
afkomanda í „Staf Arons“ í Biblíuljóðum I:16
Hljótt var og komið var kvöld
og kyrrlát rann sólin í hafið,
enn skein á Ísrael þó.
Leiptruðu ljómandi tjöld
og loptið var gullskýjum vafið.
Hvíldi’ yfir hauðrinu ró.
2.4.2 Stefán frá Hvítadal
Það þarf ekki að koma á óvart að Stefán frá Hvítadal notar þetta rím.
Stefán þekkti vel til norsku skáldanna Wergeland, Welhaven og
Wildenvej sem notuðu flétturímið svo sem fyrr segir. Ljóði Stefáns,
„Gættu þín“, lýkur svo:17
Yfir höfði auðnu þinnar
ógæfunnar hvassa sverð,
þér er tapað þetta spil.
Ég gef þér samúð sálar minnar,
sem er raunar lítils verð,
ég á ekkert annað til.
Þessi háttur er einn og stakur í íslenskri ljóðagerð og ekki er hans
getið hjá Hallvard Lie.
2.4.3 Drottning sekvensunnar fær nýtt rím
Einn þekktasti sex-lína háttur bókmenntasögunnar er tvíliðaháttur án
forliða með fjórum bragliðum í línu og ríminu AAbCCb (þekkt
afbrigði er AAbAAb). Þetta er hinn svokallaði Stabat mater-háttur sem
15 Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi (1889:[III]).
16 Valdimar Briem (1896:114).
17 Stefán frá Hvítadal (1970:17).