Són - 01.01.2004, Page 83
ÁFANGAR II 83
varð til á 13. öld og er sakir frægðar sinnar stundum nefndur drottning
sekvensunnar enda sat hann um aldir í öndvegi sálmahátta áður en
veraldleg viðfangsefni tóku við. Undir þessum hætti er gríðarlegur
fjöldi íslenskra ljóða.
Í bókinni Ljóð eftir Sigurð frá Arnarholti frá árinu 1912 er ljóðið
„Sumarnætur“ sem hljóðar svo:18
Sumarnóttin svala, bjarta
systir vetrar rökkurdísa,
ungur vakti’ ég einn með þjer.
Þú átt streng úr hverju hjarta,
heyrir þöglar bænir rísa,
sjerð hvað enginn annar sjer.
Hér hefur drottningin augljóslega fengið nýjan búning.
Sigurjón Friðjónsson notar sama hátt í ljóði sínu „Skrýðir morg-
unn ský við tinda“:19
Skrýðir morgunn ský við tinda,
skín við sólu byggðarvangi,
glóir dala daggartraf.
Þúsund raddir þúsund linda
þúsund vorljóð bera’ í fangi
út á sólbjart sumarhaf.
Séra Sigurður Einarsson, stundum kenndur við Holt, notar þennan
sama hátt í ljóðinu „Nýárskveðja til þjóðar minnar“, hvatningarljóði
til ungs fólks í dæmigerðum ungmennafélagsanda. Ljóðinu, sem er
fimm erindi, lýkur svo:20
Láttu erja úr auðn og tómi
eimsins mátt og rafmagnskynngi
börnum þínum brauð og frið,
svo að æskan einum rómi
yfir þínum moldum syngi:
Hér var Íslands landnámslið.
Hér sannast að stundum þurfa jafnvel drottningar að fá nýjar flíkur.
18 Sigurður frá Arnarholti (1912:16).
19 Sigurjón Friðjónsson (1928:50).
20 Sigurður Einarsson (1952:118).