Són - 01.01.2004, Síða 106

Són - 01.01.2004, Síða 106
KRISTJÁN ÁRNASON106 meðan brimið sópar sanda, — svo ég met visinn fausk og veðurbarinn, varla get mun jeg gert á morgni’ og óttu, miðjum degi’ og svartri nóttu, eins er alt eyðilegt og kalt. En þessi kórsöngur kallast ekki einungis á við frumkveðin ljóð Gríms þar sem hann útmálar ellihrumleik sinn, allt frá afmæliskvæðinu frá 15. maí 1842, er hann hafði tvo um fertugt, heldur einnig á við frægt ellikvæði Anakreons í líkum dúr sem Grímur lét ekki hjá líða að þýða, og það raunar snilldarlega, en það endar á orðunum: „Geigvænlegur grafarvegur! / Glasið hef ég tæmt, / eigi er afturkvæmt.“23 En þar með er komið að þeim kveðskap sem kalla má lýrískan í þrengri merkingu. Í þessum flokki ríkir mikil fjölbreytni, jafnt í vali skálda, kvæða sem hátta, og þar er slegið á alla meginstrengi ljóðlist- arinnar: ástina, hetjuskapinn og dauðann. Á streng ástarinnar, sem Grími var miðlungi tamur, kunni enginn betur að slá en Lesbeyjar- Sapfó. Grímur fetar í fótspor þeirra Bjarna Thorarensen og Svein- bjarnar Egilssonar er hann tekur til við að þýða frægasta kvæðisbrot hennar, „Til ungmeyjar“. Og hann bætir um betur með því að þýða fyrstur manna á íslensku hina frægu „Bæn til Afródítu“, og hlýtur það að kalla á samanburð. Eitt hefur hann fram yfir og getur þess í sviga undir heiti kvæðisins „Til ungmeyjar“ að það sé „undir hætti frum- textans“. Það er að vísu ekki alls kostar rétt og væri nær að tala um afbrigði hins upphaflega háttar, ef hrynjandin er skoðuð, því að sapfó- arhátturinn samanstendur af þrem línum með ellefu atkvæðum, fjórum tvíliðum og einum þrílið í miðju auk fimm atkvæða línu í lokin. Þessu breytir Grímur á þann veg að þríliðurinn stendur fremst í línunni auk þess sem hann bætir við rími eins og sjá má á upphafs- línunum:24 Guða við yndi sælla jafnast sala’ að sitja þjer gagnvart og þig heyra tala ... 23 Grímur Thomsen (1934 II:242). 24 Grímur Thomsen (1934 II:133).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.