Són - 01.01.2004, Side 138

Són - 01.01.2004, Side 138
EYSTEINN ÞORVALDSSON138 Og það horfði frá múrgráum veggnum, út í mjólkurhvítt ljósið eitt andartak. Það var andlit mín sjálfs, en þið sáuð það aldrei, því ég málaði yfir það. Lesandinn verður að túlka myndina í ljóðinu. Hér eru ekki eins mikl- ar útskýringar og í kvæði Davíðs. Þó segir að hér sé hinn þreytti, sjúki, einmana maður til umfjöllunar. Það er samskonar maður og siglir í kvæði Davíðs; hann er vinalaus og flöktandi. En myndin af manninum sem málar andlit í afskekktu húsi krefst túlkunar. Ef við ættum að skynja hana sem beina mynd verður ljóðið rýrt að efni. Myndin af þessu athæfi hlýtur að fela í sér táknræna merkingu sem við verðum að lesa úr henni. Það er ekki útilokað að slíkar mynd- hverfingar megi túlka á fleiri en einn veg. Sú merking sem flestir munu lesa úr myndinni með hliðsjón af ástandi mælandans (hins þreytta og einmana manns) er þessi: Einmaninn er haldinn öryggis- leysi og kvíða; hann getur ekki komið fram af einlægni, getur ekki sýnt sitt rétta andlit. Þegar hann reynir það hrekkur hann óðara við og dylur sig á ný. Einsemd helst oft í hendur við vanhæfni til að ná tengslum við annað fólk þrátt fyrir þörf og löngun. Þetta kynni líka að vera skýringin á einmanaleika ljóðmælandans í kvæði Davíðs því að hann eignast ekki vini og er alstaðar einn. Í ljóðinu „Sjálfsmynd“ eru ljóðstafir þótt ekki séu þeir staðsettir samkvæmt ströngustu reglum. Þar af leiðandi er sérstök hrynjandi í ljóðinu. Undantekning frá þessu eru tvær síðustu línurnar. Hafi les- andanum verið ruggað í værð með hljóðfallinu í fyrstu átta línunum þá ætti hann að rumska þegar takturinn ruglast í lokin. Sú ókyrrð er í samræmi við hugarástand ljóðmælandsans sem er í uppnámi eftir misheppnaða tilraun til að brjótast úr einsemdinni. Af sama toga er annað ljóð eftir Stein, „Ljóð án lags“, en það er nokkru umfangsmeira. Yrkisefnið er hið sama, um söng „hins þjáða, hins sjúka, hins vitfirrta lífs“. Inntak ljóðsins er fólgið í óvenjulegum myndum; ljóðstafir og hrynjandi eru með svipuðum hætti og í „Sjálfsmynd“, og hrynjandinni er raskað í síðustu línunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.