Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 13

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 13
13 Kostnaður við þekkingarmiðlun og áherslur í skólastarfi stórir og að tæki og tól sem nota á í æfing- arkennslu séu of fá til að allir nemendur hafi gagn af æfingarkennslunni. Þess eru líka dæmi að kennsla fari fram við að- stæður sem ekki bjóða upp á að nemendur geti heyrt til kennarans eða að þeir geti fylgst með framsetningu kennarans á efni á töflu eða á öðrum sjónrænum hjálpar- miðlum. Framboð þekkingar er flókið ferli og brothætt. En það er framboð margra annarra gæða einnig. Það krefst mikillar skipulagningar, árvekni, áræðis og jafnvel harðfylgis að halda vitaljósi logandi á af- skekktu nesi. Munurinn er þó sá að brotni hlekkur í hinni flóknu aðfangakeðju vita- ljóssins slokknar á vitanum þegar gasið í gaskútnum eða rafmagnið á rafhlöðunni klárast. Brotni hlekkur í aðfangakeðju uppfræðslunnar þarf það ekki að koma í ljós fyrr en land heltist úr hagvaxtarlest- inni áratugum síðar. Hér á eftir skal gerð tilraun til að lýsa áhrifum markaðsbresta í skólastarfi og skýra hvernig markaðsbrestir hafa áhrif á kostnað við námsframboðið og á ávinning nemenda af skólasókn. Samspil þessara þátta mótar jafnvægismyndun á markaðn- um fyrir þekkingarmiðlun og uppfræðslu. Staldrað verður við almannagæðaþátt þekkingarmiðlunarinnar og eins tekið til- lit til þeirrar staðreyndar að nemandi get- ur með notkun sinni á þekkingarmiðlun dregið úr ávinningi meðnemenda sinna. Allmikið hefur verið skrifað um áhrifa- valda á kostnað háskóla, aðallega í Banda- ríkjum Norður Ameríku. Því kostnaðar- líkani sem hér er kynnt til sögunnar svipar nokkuð til líkans sem Epple og félagar kynna (Epple, Romano og Sieg, 2006). Fastur kostnaður í skólastarfi Kostnaður sem fellur til í kennslu á öllum skólastigum á sér margþættan uppruna. Ekki þykir lengur boðlegt að nota tröppur tilbeiðsluhúsa sem set fyrir nemendur eða strandsand sem töflu þó svo nemendur Sókratesar og Pýþagórasar hafi látið sér þann aðbúnað vel líka. Kennsla fer nú alla jafna fram innandyra í sérhönnuðum og sérútbúnum kennslustofum eða fyrirlestr- arsölum. Kennslan er yfirleitt á höndum sérhæfðs starfsfólks sem hefur aflað sér tilskilinna réttinda. Þess vegna eru rekstur og afskriftir fasteigna og launakostnaður starfsmanna mikilvægir kostnaðarliðir. Enn fremur fellur til ýmis annar rekstrar- kostnaðar, svo sem rekstur tölvukerfa og kostnaður annarra fjarskiptakerfa og alls konar annarrar stoðþjónustu. Þessi kostnaður fellur á rekstraraðila skólans, hvort heldur um er að ræða opinbera aðila, sjálfseignarstofnun eða hlutafélag. Hann er að stórum hluta til fastur. Þó nemendum fækki um einn er ekki hægt að fækka fermetrum húsnæðis í notkun eða draga úr fjölda kennara sem miðla þekkingu. Með öðrum orðum: Að gefnu mannvirkjamagni og kennarafjölda fellur meðalkostnaður á nemanda með fjölgun nemenda. Auðvelt er að sýna fram á að við slíkar aðstæður er erfitt að láta rekstrar- tekjur standa undir rekstrarkostnaði sé jafnframt gerð krafa um skilvirka nýtingu framleiðsluþátta, meðalkostnaður á fram- leidda einingu er hærri en jaðarkostnaður á máli hagfræðinga. Til viðbótar kostnaði sem fellur til vegna húsnæðis og starfsmanna fellur einnig til kostnaður vegna innra og ytra eftirlits með gæðum. Sömuleiðis fellur til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.