Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 104

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 104
104 „Kannski erum við orðnar svo miklar strákastelpur að það haga sér allir eins“ Þótt konur séu meirihluti háskólanema á Íslandi eins og víðar eru þær enn fáar á sviðum tækni- og raunvísinda. Árið 2009 var hlutfall kvenna meðal brautskráðra nemenda Háskóla Íslands 20% í eðlisfræði, 11% í stærðfræði, 13% í tölvunarfræði og 12% í rafmagns- og tölvuverkfræði (Há- skóli Íslands, 2010). Í Evrópu á árunum 2002 til 2006 jókst hlutfall kvenna í öllum greinum nema raungreinum, þar sem það lækkaði (European Commission, 2009). Ýmsir háskólar hafa ráðist í átaksverkefni til að leiðrétta muninn og hafa verkefnin verið af mismunandi toga. Aðferðirnar ráðast af hugmyndafræði og fræðilegu sjónarhorni sem liggur að baki hverju verkefni og ræður því meðal annars að hverju sjónum er beint, hvað er skilgreint sem vandamál og hvernig lausna er leitað (Henwood, 2000). Flest átaksverkefnin hafa verið auglýsinga- og kynningarher- ferðir í þeirri von að kveikja áhuga kvenna á raun- og tæknivísindum. Rannsóknir á sviðinu hafa á sömu nótum einblínt á kon- urnar sem ekki fara í greinarnar og vanda- málið hefur gjarnan verið skilgreint sem almennt áhuga- og þekkingarleysi kvenna á vísindunum (Abbiss, 2008; Craig, Lang og Fisher, 2008). Þessar áherslur má til dæmis finna í átaksverkefni sem Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og Jafnréttisstofa unnu að á árun- um 2000-2003. Verkefnið fólst í kynningar- átaki þar sem kvennemendur úr tækni- greinum, kvenverkfræðingar og tölvunar- fræðingar fræddu stúlkur í menntaskólum um nám sitt og starf (Erla Hulda Halldórs- dóttir, 2004). Svipaðar hugmyndir komu fram í skýrslu Menntamálaráðuneytisins um konur í vísindum á Íslandi sem kom út árið 2002. Þá var lausnin meðal annars tal- in felast í því að gera vísindin meira aðlað- andi fyrir stúlkur strax á fyrstu skólastig- um, endurskoða framsetningu námsefnis og fjölga konum í hópi raungreinakennara í grunn- og framhaldsskólum (Mennta- málaráðuneytið, 2002). Átaksverkefni af þessu tagi hafa hins vegar ekki virkað sem skyldi og árangur af þeim verið skammvinnur (Blickenstaff, 2005). Undirliggjandi hugmyndafræði verkefnanna hefur jafnframt verið gagn- rýnd fyrir að vera ekki nægilega ígrunduð og að sjónum sé beint að skjótvirkum lausnum í stað þess að rýna í rætur vand- ans. Gengið sé út frá því að vandamálið felist í að konur skorti áhuga eða þekkingu en litið sé framhjá félagslegum áhrifa- þáttum sem einnig eru að verki, svo sem félagsmótun, karllægri ásýnd greinanna og menningunni innan þeirra (Abbiss, 2008; Craig, Lang og Fisher, 2008; Faulkner, 2001; Gilbert, 2001; Henwood, 1998; 2000; Phipps; 2007). Blickenstaff (2005) vitnar til lýsingar Eileen Byrne sem segir að ef planta nær ekki að vaxa og dafna í garðin- Hagnýtt gildi: Greinin veitir innsýn í menningu innan raun- og tæknivísindagreina í Háskóla Íslands. Rannsóknin var unnin í samvinnu við jafnréttisnefnd Háskóla Íslands í þeirri von að hægt væri að nýta upplýsingarnar við skipulag og framkvæmd jafnréttisum- bóta við Háskólann og með því móti stuðla að fjölgun kvenna innan greinanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.