Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 138

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 138
138 Rúnar Sigþórsson (Goddard o.fl., 2004) og fagmennsku (Hargreaves, 2000; Trausti Þorsteinsson, 2001). Vissulega kemur fleira til sem kenn- arar hafa enga stjórn á, bæði innan og utan skóla. Þó verður ekki framhjá því litið að kennarar hafa stjórn á inntaki og tilhögun kennslu sinnar og námsmats og enda þótt þeir hafi ekki beina stjórn á eiginleikum og upplifun nemenda veltur velferð nem- enda engu að síður á því hvernig kenn- arar bregðast við þeim með ákvörðunum sínum og athöfnum (Tomlinson og Eidson, 2003). Þess vegna er ekki hægt að líta svo á að prófin hafi bein og milliliðalaus áhrif á það sem gerist í kennslustofunni heldur setji þau mark á hugmyndir, ákvarðanir og athafnir kennara og það skili sér inn í virku námskrána. Með því er ekki endilega gert lítið úr áhrifum prófanna heldur ítrekað að það eru margir leikarar á því leiksviði sem hér um ræðir og ekki auðvelt að greina áhrif eins frá áhrifum annars. Virku námskrána sem við blasti í þess- ari rannsókn má eflaust að einhverju leyti skýra með hugmyndinni um afturvirk áhrif samræmdu prófanna (Dysthe, 2004). Prófin virðast móta orðræðu í skólum, meðal foreldra, stjórnmálamanna og ann- arra í samfélaginu og þar með hugmyndir, ákvarðanir og athafnir kennara. Þessi orð- ræða um mikilvægi prófanna virðist gefa þeim hagsmunatengingu sem kennarar gangast inn á og blanda að einhverju leyti saman við almennan undirbúning undir unglingastigið eða réttlæta með honum. Nemendur gangast inn á þessa hags- munatenginu líka og til vitnis um það er hvernig nemendur í 7. bekk töluðu um samræmda prófið á sama hátt og 10. bekk- ingar. Hvorugt stenst þó nánari skoðun því samræmda prófið í 7. bekk hefur enga beina tengingu við hagsmuni nemenda eða skóla og fátt bendir til að þessi virka námskrá búi nemendur sérlega vel undir að takast á við nám á unglingastigi (Rúnar Sigþórsson, 2008) og þá væntanlega ekki heldur á framhaldsskólastigi. Virku námskrána sem lýst hefur verið í þessari grein má einnig að einhverju leyti skýra með því að sterk hefð sé fyrir þeim kennsluháttum sem einkenna hana. Þessari hefð hefur meðal annars verið lýst í rannsóknum Ingvars Sigurgeirssonar (1992), Kristínar Jónsdóttur (2003), Krist- rúnar Lindar Birgisdóttur (2004) og Haf- steins Karlssonar (2007). Þessi sterka hefð gæti ýtt undir það að kennarar oftúlki mikilvægi ytri stýringar á borð við sam- ræmd próf, skorti faglegt sjálfstraust til að standa gegn henni og trú á sameigin- lega getu sína til að ná árangri með því að synda á móti straumnum (Goddard o.fl., 2004). Hitt er svo annað mál hvernig þessi hefð hefur orðið til og hversu mikinn þátt áratuga saga samræmds ytra námsmats í íslenskum skólum hefur átt í að móta hana og viðhalda orðræðu sem stýrir kennslu- hugmyndum og athöfnum kennara (Ólaf- ur J. Proppé, 1999). Loks verður ekki hjá því komist að nefna að þeir efnisþættir sem mestan svip settu á virku námskrána í íslensku eru þeir sem auðveldast er að kenna og gera minnstar kröfur til kennslufræðilegrar fagþekkingar kennara (Bransford o.fl., 2005). Samvinnu- nám, leitarnám, þemanám, samþætting og námsaðlögun í hópi gera allt annars konar kröfur til færni íslenskukennara en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.