Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 133

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 133
133 Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins í 7. bekk ur á móti dám af áherslu, Söru og Þóru, á samþættingu, bæði innan íslenskunnar og við aðrar greinar. Í þemaverkefnum sögðu þær að ekki væri mikið um kennslu frá töflu og nemendur ynnu töluvert í hópum. Stundum væru þó teknar tarnir í málfræði og stafsetningu og þá færi kennslan meira í farveg töflukennslunnar. Námsaðlögun Sú kennslutilhögun sem hér hefur verið lýst gaf ekki mikið svigrúm til námsaðlög- unar enda þótt allir viðmælendur stað- festu að námsþarfir nemenda væru ólíkar. Skipulag allra kennaranna gerði ráð fyrir að allir nemendur færu í stórum dráttum í gegnum sömu viðfangsefnin á sama hraða. Innlagnir kennara voru fyrir bekkinn í heild og grunnefni miðaðist við kennslu- bækurnar. Sú aðlögun sem átti sér stað var fyrst og fremst tengd verkefnavinnu. Ým- ist var um að ræða einhvers konar afslátt af kröfum um skil á skriflegum verkefnum eða viðbótarverkefni fyrir þá sem voru fljótir að ljúka þeim skammti sem lagður hafði verið fyrir bekkinn. Nokkrir viðmæl- enda úr hópi kennara lýstu áhyggjum af því að þeir hefðu fá úrræði til að koma til móts við öfluga og áhugasama nem- endur. Fyrir langflesta nemendur virkaði skipulagið þannig að þeir gátu unnið mis- hratt að verkefnum í tímum en þurftu allir að skila verkefnum á sama tíma með því að ljúka heima því sem þeir ekki komust yfir í skólanum. Veruleg frávik frá þessu byggðust á því að nemendur fóru til sér- kennara eða í námsver utan bekkjarins eða unnu í sérhópum inni í bekk undir umsjón sérkennara eða stuðningsfulltrúa. Skýrasta frávikið frá þessari heildar- mynd var í skóla B. Í tveimur vettvangsat- hugunum, annarri í 6. bekk og hinni í 7. bekk, voru nemendur að vinna við skapandi skrif. Í öðru tilvikinu voru þeir að yrkja eigin vísu í anda vísunnar „Það mælti mín móðir“ og í hinu tilvikinu voru þeir að semja draugasögu. Hvort tveggja hafði verið undirbúið með ýmsu móti og í báðum tímunum mátti sjá samræður milli nemenda og kennara þar sem kennarinn veitti endurgjöf og gaf vísbendingar um áframhald. Í báðum þessum tímum voru nemendur með miklar sérþarfir. Nemandi í hjólastól vann verkefni sín á tölvu og drengur með miklar hegðunarraskanir fékk að vinna ýmist inni í bekknum eða frammi á gangi en var engu að síður að fást við sama viðfangsefni og bekkurinn. Báðir þessir nemendur nutu aðstoðar stuðningsfulltrúa sem tók jafnframt þátt í aðstoð við aðra nemendur. Þriðji nemand- inn var nýfluttur til landsins og talaði nán- ast enga íslensku. Meðan íslensku nem- endurnir sömdu vísur í anda bernskuvísu Egils Skallagrímssonar skrifaði hann upp þjóðsöng lands síns og þegar íslensku nemendurnir komu upp til að flytja sínar vísur lét hann ekki sitt eftir liggja og söng þjóðsönginn sinn. Námsmat skólanna Í öllum skólunum fjórum fengu nemendur og forráðamenn þeirra afhent námsmat eftir hverja önn. Í skóla B (skóla Söru og Þóru) var námsmat á tveimur fyrstu önnum hvers vetrar samkvæmt frammi- stöðumarkmiðum sem skólinn hafði sett sér. Þau vörðuðu m.a. áhuga, virkni, frum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.