Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 73

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 73
73 Hönnun skólabygginga í deiglu nýrra kennsluhátta skjávarpar eru ekki enn orðnir staðalbún- aður í kennslustofum íslenskra grunn- skóla. Skjávarpar og snjalltöflur breiðast út en sú þróun hefur verið hægari en ætla mætti. Fartölvuvagnar eru víða, oft með skjávarpa, en aðgengi að upplýsingatækni og netmiðlum væri betur tryggt með föstum búnaði. Rök og vísbendingar í við- tölum við starfsmenn skólanna hníga að því að kennarar myndu frekar grípa til tækninnar, oft stutt í senn og í alls konar tilgangi, ef skjávarpar og snjalltöflur væru til staðar. Nokkrir nefndu að tölvukostur væri að verða úr sér genginn eftir að efna- hagsþrengingar tóku að sverfa að skóla- starfinu. Einnig hefur þrengst um bóka- kaup og safnrekstur. Tengsl við nærsamfélag og umhverfi Skólarnir fimm leggja allir metnað í að vera í nánum tengslum við sitt skólahverfi, hver við sitt nærsamfélag. Víðast hvar hafa aðilar utan skólans afnot af rýmum til hljóðfærakennslu og íþróttaiðkunar og áhersla á góð tengsl við foreldra er mikil. Sumir skólanna ganga enn lengra í þessa átt. Skóli 5 leggur sérstaka áherslu á náin tengsl við sitt unga hverfi og náttúrulegt umhverfi. Sérstakur kaffikrókur verður fyrir eldri borgara, leikskóli deilir bygg- ingunni með grunnskólanum og rætt hefur verið um þá hugmynd að skólasafnið verði jafnframt hverfissafn. Íþróttasalurinn er heldur minni en íþróttafélög hefðu kosið en samt er gert ráð fyrir töluverðri notkun af þeirra hálfu. Þá hefur þjóðkirkjan stund- um fengið afnot af skólanum. Utan við al- menn kennslurými verða þakgarðar á efri hæð og útipallar á neðri hæð svo að nem- endur og kennarar eiga greiða leið út fyrir veggi skólans í sínu daglega starfi. Skóla- lóðin á svo að bjóða upp á alls konar útivist fyrir alla fjölskylduna í hjarta hverfisins. Loks hefur skólinn umfangsmikil afnot af litlu skóglendi í grenndinni. Þar fer fram mikil og reglubundin útikennsla fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. Hinir skólarnir hafa alls ekki jafn skýrar áherslur hvað þetta varðar en kennarar og nemendur eiga þess þó kost að komast út í náttúruna með fremur lítilli fyrirhöfn. Við einn skól- ann er falleg strönd steinsnar í burtu, golf- vellir eru innan seilingar við tvo skólanna, ár og lækir eru yfirleitt ekki langt undan og eitthvað er um sérstök verkefni tengd grenndarskógum eða veðurathugunum svo að eitthvað sé nefnt. Lýðræðisleg þátttaka í hönnun Í skóla 1 var hönnun leidd af lítilli bygg- ingarnefnd arkitekta, verkfræðinga og fulltrúa sveitarfélagsins. Horft var til Norðurlanda og þó einkum Svíþjóðar um fyrirmyndir. Í skólum 2, 3 og 5 beittu borgaryfirvöld ferlinu Design Down Process að bandarískri fyrirmynd, þar sem breiður hópur margra aðila átti samráð og lagði drög að grunngerð skólanna. Einnig var byggt á skoðunarferðum vestur um haf. Í skóla 5 áttu nemendur á ýmsum aldri fulltrúa sem lögðu fyrir hönnunarhópinn hugmyndir tengdar skóla og skólalóð fyrir hönd sinna hópa. Breiðu samráðsferli þeirra sem eiga eitt- hvað undir skólastarfinu hefur verið beitt við hönnun margra skólabygginga utan höfuðborgarinnar á síðustu árum og má þar m.a. nefna sveitaskólann í úrtaki okkar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.