Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 21

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 21
21 Skólamenning og námsárangur Hoy og Miskel (1996, 2008) benda á að lítið sé til af rannsóknum á skólamenn- ingu og að þær rannsóknir sem séu til nái jafnan til afmarkaðra þátta í skólastarfi. Að þeirra mati byggist mikið af fræðilegum skrifum um skólamenningu á hugmynda- legri umfjöllun þar sem myndhverfingar eru oftast notaðar til að draga upp mynd af mismunandi eða æskilegri eða óæski- legri skólamenningu. Í þessum skrifum er gjarnan dregin upp mynd af þáttum sem eru mikilvægir, svo sem að viðkomandi menning sé uppbyggjandi og framsækin frekar en stöðnuð og letjandi. Ein þekktasta rannsóknin á skóla- menningu er rannsókn Rutter, Maughan, Mortimore og Ouston (1979). Niðurstöður þessarar rannsóknar eru jafnan taldar besta sönnun þess að skólamenning skipti máli fyrir stjórnun skóla og árangur af starfi þeirra. Í rannsókninni var stuðst við fjölþættar megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir til að reyna að henda reiður á þeim þáttum sem helst gætu skýrt árangur. Meðal þess sem fram kom var að skólamenningin skýrði fyrst og fremst þætti eins og gildi, væntingar og hefðir sem móta viðhorf starfsfólks til náms og kennslu og samskipti þess. Rannsóknin varpaði einnig ljósi á marga aðra þætti, svo sem mikilvægi forystu skólastjóra. Skólamenning og stjórnun Ýmis hugtök eða myndlíkingar má nota til að lýsa stofnanamenningu. Dæmi er fram- sækin stofnanamenning (e. proactive cult- ure) en þá er átt við að hefðir, væntingar og gildi feli í sér hugsun sem leiði til breytinga og framfara. Íhaldssöm stofnanamenning (e. reactive culture) eða stöðnuð stofnana- menning (e. static culture) væri þá and- hverfa framsækinnar menningar en þar kæmu hefðir og gildi í veg fyrir framfarir og breytingar. Menning sem einkennist af opnum samskiptum (e. open culture) er annað dæmi og lokuð menning (e. closed culture) þá andhverfan. Áhersla á mann- gildi og menntun (e. educative culture) getur verið einkennandi fyrir stofnana- menningu á sama hátt og fyrirlitning og niðurrífandi þættir (e. destructive culture) geta verið það. Sumir fræðimenn hafa jafn vel gengið svo langt að tala um eitraða stofnanamenningu (e. toxic culture), þ.e. í þeim tilvikum sem samskipti einkennast af neikvæðum gildum. Á hliðstæðan hátt tala sumir fræðimenn um krefjandi menn- ingu (e. demanding culture) í þeim tilvik- um sem starfsfólk gerir miklar kröfur til sín og annarra. Letjandi menning (e. non- demanding culture) væri þá andhverfa þess. Þessar gerðir stofnanamenningar geta t.a.m. tekið á sig birtingarmynd mik- ils eða lítils metnaðar eða samkeppni um völd og árangur (Bolman og Deal, 2006; Fullan 2006; Hoy og Miskel, 1996; Keyton, 2011; Sergiovanni, 2009). Stjórnun og stjórnunarhættir hafa mikil áhrif á skólamenningu en meginhlut- verk skóla er að stuðla að sem árangurs- ríkustu námi hjá nemendum (Sergiovanni, 2009). Rannsóknir á áhrifum skólastjóra á námsárangur eru margar og benda flestar til að hann gegni þar mikilvægu hlut- verki (Leithwood og Jantzi, 1994; Louis, Leithwood, Wahlstrom og Anderson, 2010; Rutter o. fl. , 1979; Sammons, Hillman og Mortimore 1995). Þær rannsóknir sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.