Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 109

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 109
109 Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir við etnógrafíu félagslegra tengsla (e. in- stitutional ethnography) sem er hugsmíð félagsfræðingsins Dorothy Smith (2002: 2005). Markmið etnógrafíu félagslegra tengsla er að bera kennsl á dulda þætti sem hafa áhrif á athafnir okkar og hvers- dagsleika. Í samfélagi okkar eru sterkir áhrifavaldar eða stýrandi valdatengsl (e. ruling relations) sem ómeðvitað beina okkur á ákveðnar brautir. Þetta eru m.a. alltumlykjandi kerfislægir þættir svo sem efnahagsstjórn, reglugerðir, hefðir, verk- lagsreglur, viðtekin hugmyndafræði og orðræða hvers tíma (Smith, 2005). Stýr- andi valdatengsl hafa áhrif gegnum tákn og hugtök, orð og texta. Þau birtast gjarn- an sem viðurkennd þekking og ríkjandi orðræða á hverjum tíma. Ráðandi orðræða er því ekki tilviljanakennd heldur mótast af flóknu samspili milli einstaklinga og samfélags. Hún er jafnframt hluti af stærra samfélagslegu afli og tengist hagsmunum ríkjandi hópa. Orðræðunni er viðhaldið þannig að hugmyndir sem ekki rúmast innan hennar eru jaðarsettar og þaggaðar. Þannig verður orðræðan að viðtekinni hugmynd og ríkjandi hefð sem mótar hugsun okkar og reynslu, stýrir ákvarð- anatöku okkar leynt og ljóst. Ríkjandi við- mið verða samofin sjálfsmynd einstaklinga sem viðhalda þeim í blindni (Smith, 1996). Menning og orðræða er skapandi og sköpuð í senn. Í greininni er gengið út frá því að menning greinanna sé til komin á undan viðmælendum en um leið er þess gætt að halda til haga gerendamætti þeirra og sjálfstæði. Viðfangsefni rann- sóknarinnar voru því hvorki upplifun né atferli viðmælenda heldur orðræða og valdatengsl innan námsbrautanna sem hafa áhrif á líðan viðmælenda og upplif- anir. Viðmælendur voru fulltrúar náms- brautanna og þátttakendur í menningunni og með þeirra hjálp gat rannsakandi greint ríkjandi valdatengsl og andrúmsloftið sem ríkir innan námsgreinanna. Um rannsakanda og úrvinnslu gagna Femínistar hafa í gegnum tíðina gagn- rýnt ríkjandi þekkingarfræði og bent á að þekking sé ávallt staðsett: „Enginn fær flúið uppruna sinn og allt verður til í sögu- legu, menningarlegu og samfélagslegu samhengi – líka fræðikonur“ (Rannveig Traustadóttir, 2007, bls. 29). Sjónarhorn höfunda er í senn hagnýtt og femínískt. Það er ósk okkar að þessa rannsókn verði hægt að nota til að bæta líf og líðan kvenna í Háskólanum og styðja hina pólitísku bar- áttu í þágu jafnréttis kynjanna og stuðla þannig að betra samfélagi. Þótt skýr aðferðafræðileg viðmið tryggi aðhald og aga í rannsóknum þarf fræðafólk ávallt að vera meðvitað um hugmyndir sínar, skoðanir og þekkingar- fræðilega afstöðu. Þetta hefur áhrif á það hvernig við skiljum gögn og túlkum niður- stöður, meðvitað eða ómeðvitað (Bogdan og Biklen 1998). Til að stuðla að auknum trúverðugleika var hér stuðst við hið formfasta vinnulag grundaðrar kenningar, svo sem sífelldan samanburð og opna og markvissa kóðun (Charmaz, 2008). Niðurstöður Viðmælendur lýsa andrúmsloftinu innan greinanna á svipaðan máta. Greinarnar eru skilgreindar sem „strákafög“. Við- mælendur upplifa lágt hlutfall kvenna í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.