Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 107

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 107
107 Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir Rannsóknir um kyngervi og skóla Sem fyrr segir grefur einstaklingshyggjan undan umræðu um jafnréttismál og sam- félagslegum og kerfislægum skýringum á misrétti. Reynslan segir okkur hins vegar að karlar njóta almennt meiri virðingar en konur (Andersen, 2009; Bourdieu, 2001) og að það endurspeglist einnig í skólaum- hverfinu og innan skólastofunnar (Ander- sen, 2009; Baxter, 2002; Jenson, Castell og Bryson, 2003; Paechter, 2007). Rannsókn Berglindar Rósar Magnúsdóttur (2003) sýndi að sama einkunn getur haft ólíka þýðingu eftir kyni nemanda. Orðræðan um námsárangur stráka hefur frá fornu fari einkennst af þeirri sýn að hæfni þeirra byggist á innsæi og fyrirhafnarlausri snilld. Stúlkur eru aftur á móti taldar sam- viskusamar og námsárangur þeirra frem- ur tengdur undirgefni og kvenleika. Ef strákum gengur illa í námi eru ástæðurnar oft og tíðum raktar til utanaðkomandi að- stæðna en þegar stúlkum gengur illa er það rakið til þátta í fari þeirra sjálfra (Co- hen, 1998; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2004). Í rannsókn Berglindar Rósar kom í ljós að kynbundnar hugmyndir um virðingu og greind megi finna hjá 15 ára íslenskum krökkum. Strákar sem vel gekk voru taldir snillingar en stúlkur með háar einkunnir voru duglegar að læra og samvisku- samar. Strákarnir greindu sig jafnframt frá því sem taldist kvenlegt, til að mynda því að sinna heimanámi (Berglind Rós Magnúsdóttir, 2003). Rannsókn Brandell og Staberg (2008) sýndi samskonar niður- stöður. Strákar voru þar álitnir líklegri til að finnast stærðfræði auðveld og stúlkur taldar hafa almennt meiri áhyggjur af stærðfræðinámi, þær ynnu meiri heima- vinnu og væru duglegri í tímum. Rann- sókn Tiedemann (2000) leiddi í ljós að kennarar geta einnig haft kynjaðar vænt- ingar til nemenda sinna. Þátttakendur í rannsókn hans töldu að stúlkur þyrftu að hafa meira fyrir stærðfræðinámi en strákar og að strákar væru almennt færari um að hugsa rökrétt. Kennarar í rannsókn Warr- ington og Younger (2000) voru einnig með ólíkar væntingar til kynjanna og töldu stráka almennt þurfa að leggja minna á sig til að fá góðar einkunnir. Þeir bjuggust við því að strákum gengi betur en stúlkum og höguðu kennslu sinni samkvæmt því. Þeir álitu stúlkur samviskusamar og þroskaðar en fannst áhugaverðara að kenna strákum. Ofangreindar rannsóknir, sem lutu að nemendum í grunnskóla, leiða líkur að því að kynbundnar væntingar og eðlis- hyggjusýn á kynin séu mun algengari og útbreiddari en flestir gera sér grein fyrir. Stelpur í strákaheimi Þegar við göngum inn í nýtt samfélag lærum við smám saman hvaða kröfur eru gerðar til okkar. Henwood (1998) hefur rannsakað hvernig nemendur tileinka sér ríkjandi orðræðu innan tækni- og raun- vísindagreina. Hún bendir á að brýnt sé að ganga í takt við viðteknar hugmyndir því ef einstaklingur sker sig úr hópnum er hann um leið ekki eins gjaldgengur inn í samfélagið. Konur geri því gjarnan lítið úr kynjamun og vilji láta koma fram við sig eins og karlmenn. Þannig finna þær sér stað innan ríkjandi staðalmyndar. Um leið og konur skilgreina sig sem stráka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.