Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 87

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 87
87 Kyngervi raunvísinda: Námsval og aðstæður kvenna í hefðbundnum karlagreinum við Háskóla Íslands Niðurstöður Svör kynjanna við spurningunum voru borin saman. Fyrst var skoðað hvaða þættir hefðu haft áhrif á námsval þeirra og upplifun þeirra og viðhorf til stærðfræði í framhaldsskóla. Í öðru lagi var reynsla karla og kvenna af ríkjandi kennslumenn- ingu borin saman. Í þriðja lagi var kannað hvort fram kæmi munur í beinum spurn- ingum um viðhorf þeirra til kynja og loks um væntingar þeirra að námi loknu. Rann- sóknin nær til allra þeirra sem tilheyra skilgreindu þýði á þessu tiltekna tímabili þegar rannsóknin fór fram og því er ekki strangt til tekið hægt að segja að tekið hafi verið úrtak. Þótt unnið sé með allt þýðið var ákveðið að nota marktektarpróf til upplýsingar. Mikilvægt er þó að benda á að það metur ekki mögulega kerfisbundna úrtaksvillu sem komið getur upp þegar svarhlutfallið er lágt. Lögð er áhersla á lýsandi tölfræði í túlkun niðurstaðna en ályktunartölfræðin notuð til stuðnings. Námsval Niðurstöður í þessum fyrsta hluta byggjast á svörum 185 þátttakenda, 46 kvenna og 139 karla. Þegar skoðað var hvaða ástæður hefðu legið að baki ákvörðun um nám á sviði raunvísinda kom fram að þar skipti miklu máli áhugi á raungreinum, fjöl- breytt störf og starfsöryggi að námi loknu, framfarir í vísindum og tækni, tækifæri til að leggja eitthvað af mörkum til sam- félagsins og að störf á þessu sviði njóta virðingar í samfélaginu. Ekki kom fram munur á svörum kvenna og karla. Síðan var spurt hvort nemendur hefðu fengið ráðgjöf eða aðstoð við námsval og þá frá hverjum. Nemendur virðast almennt ekki leita ráðgjafar eða aðstoðar þegar kemur að því að velja nám en tæplega þriðjungur svarar því játandi að hafa fengið aðstoð eða ráðgjöf. Fleiri konur fá ráðgjöf og að- stoð frá foreldrum (47%) og vinum (42%) en karlar (22% og 27%). Þá nefna hlutfalls- lega fleiri konur (39%) að fyrirmynd hafi verið þeim hvatning til að velja nám á sviði raunvísinda en karlar (28%). Nánar var kannað hvort nemendur hefðu fengið hvatningu til að velja nám í raunvísindum (sjá 1. mynd) og þá kom kynjamunur skýr- ar í ljós. Ef spurningar um hvatningu frá ólíkum aðilum eru skoðaðar saman kemur fram munur á svörum karla og kvenna, en konur fá frekar hvatningu en karlar (t(184)= -2,5, p < 0,01). Þegar skoðaðar eru einstakar staðhæfingar fá konur frekar hvatningu frá náms- og starfsráðgjafa ( t(184)=2,05, p < 0,05), foreldrum (t(184)=3, p<0,01) og skyldmennum (t(184)=2,37, p<0,05) en karlar. Þátttakendur voru einnig beðnir að meta viðhorf sín og upplifun á stærðfræði þegar þeir stunduðu nám í framhaldsskóla, sjá 2. mynd. Nemendum finnst sér almennt hafa gengið vel í stærðfræði í framhaldsskóla. Konur telja þó að sér hafi gengið betur í stærðfræði en karlar (t(184)=3,44, p<0,01). Nemendum fannst almennt skemmtilegt í stærðfræði í framhaldsskóla en konum fannst þó stærðfræðin í framhalds- skóla hafa verið ánægjulegri en körlum ( t(184)=5,49, p<0,01). Þá segir rúmlega helmingur nemenda að þau hafi fengið hvatningu frá kennara. Konur segja frekar en karlar að þær hafi fengið hvatningu frá kennara í stærðfræði (t(184)=2,77, p<0,01).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.