Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 71

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 71
71 Hönnun skólabygginga í deiglu nýrra kennsluhátta hæðum. Miðrými á neðri hæð myndar opinn sal til fjölnota og hann má opna inn í aðliggjandi tónmenntastofu. Opið er upp í anddyri og gang á annarri hæð og þaðan sér niður í salinn. Almenn kennslu- rými eru eins og áður kom fram aflangir klasar með þremur stofum hver, þrír klasar. Stjórnun, kennarastofa og bókasafn mynda sérstakan klasa á efri hæð og inn af tónmenntastofu á neðri hæð eru list- og verkgreinastofur í einu knippi, afmarkað- ar eftir greinum en bjóða upp á visst flæði á milli stofa og sameiginlegt fjölnotarými fyrir nokkra nemendur. Stofa helguð nátt- úrufræði býður upp á góð tengsl við nátt- úrulegt umhverfi en er ekki í sérstökum tengslum við önnur rými og ein stök stofa var á byggingartíma lögð undir tölvur. Íþróttasalur og sundlaug eru í gömlu sam- komuhúsi skammt undan. Í skóla 5 er þríhyrndur salur eða fjöl- nota gangsvæði í miðju skólans með langar tveggja hæða húseiningar og svalir á báðar hendur. Fyrir breiðari endanum liggur svo íþróttasalur og lokar rýminu með fellivegg til þeirrar áttar. Brú yfir miðjan salinn bindur saman einingarnar tvær á efri hæð. Undir brúnni er tjald svo að skipta má salnum í tvennt til ýmissa nota. Öll lykilsvæði skólans hafa svo til beinan aðgang að þessu miðsvæði. Leik- skóli innan skólaveggja er í sérstakri álmu og tengist miðsvæðinu í annan endann. Almenn kennslurými og rúmgóð smiðja fyrir list- og verkgreinar eru að hluta greind frá salnum með steyptum veggjum en að hluta með gleri eða tjöldum til að ýta undir flæði, gagnsæi og yfirsýn. Veggir loka af stofur í skóla 1 en hægt er að líta inn um litla glugga í hurð eða við dyr. Í skóla 4 virðist fremur lítil sýn af gangsvæðum inn í stofur en innangengt er á milli stofa innan sama klasa eins og áður kom fram. Í skólum 2, 3 og 5 er yfir- leitt hægt að sjá inn í kennslurýmin um breiðar dyr, stóra glugga eða glerþil þó að stundum byrgi tjöld eða upphengt efni þá sýn. Félagsleg sýn, öflug samskipti og teymisvinna Allir skólarnir í úrtaki okkar eru hannaðir með það fyrir augum að ýta undir sam- vinnu og teymisvinnu kennara sem sinna nemendum í sama aldurshópi eða á til- teknu aldursbili. Í skóla 1 er lögð til lítil kennarastofa í hverjum aldursklasa eða húsi. Kennarar yngstu nemendanna nota þessa stofu alla jafna í hléum svo að nem- endur eiga þar greiðan aðgang að þeim ef eitthvað kemur upp á. Kennarar á miðstigi og unglingastigi nota líka sínar kennara- stofur en sækja meira í miðlæga kennara- stofu í stjórnunarálmu sem einnig stendur öllum til boða. Starfsmenn í skóla 2 vinna mikið í teymum og nýta mest kennaraher- bergi á sínu kennslusvæði en sækja líka litla kaffistofu í stjórnunarálmu. Í skóla 3 liggja lítil vinnuherbergi almennra kenn- ara á milli kennslurýma og sér úr þeim inn í önnur rými. Þar er einnig rúmgóð kenn- arastofa. Í skóla 4 mynda stjórnun, kenn- arastofa og bókasafn sérstakan klasa en skammt er til annarra svæða enda skólinn lítill. Í skóla 5 er byggt á mikilli teymis- vinnu innan aldurshópa og þvert á greinar en ekki liggur alveg ljóst fyrir hvernig vinnu kennara verður best fyrir komið, húsið er enn í byggingu og stjórnunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.