Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 74

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 74
74 Torfi Hjartarson og Anna Kristín Sigurðardóttir skóla 4. Þar áttu nemendur þess líka kost að leggja fram hugmyndalista á undirbún- ingsstigum. Gamla skólabyggingin á sama stað er hins vegar skýrt dæmi um hönnun sem varla verður talin sjálfbær. Hún átti á sínum tíma, seint á sjötta áratug síðustu aldar og í byrjun þess sjöunda, að verða skóli með heimavist. Sjö árum eftir að byggingin reis var ákveðið að sækja nem- endur heim að morgni og aka þeim aftur heim að kvöldi. Í áratugi hafa kennarar og annað starfslið orðið að una við námsum- hverfi sem í grunninn var ætlað til dvalar utan kennslustunda og aldrei hefur orðið viðunandi þrátt fyrir miklar og kostnaðar- samar breytingar. Af þessu má ráða mikil- vægi þess að reyna að sjá fyrir félagslegar og menntunarfræðilegar breytingar á líf- tíma skóla. Hönnunarferlið fyrir um hálfri öld virðist hafa tekið frekar mið af þörfum fortíðar en framtíðar. Uppeldismarkmið virðast leiða hönnun nýju byggingarinnar en tæknileg viðmið hafa verið ráðandi við fyrri hönnun. Þetta þarfnast þó frekari skoðunar og gefur tilefni til sérstakrar um- fjöllunar. Við nýja hönnun var samráð haft við nokkuð breiðan hóp hagsmunaðila og þar er augljós samhljómur við hugmyndir OECD-skýrslunnar sem hér voru raktar að framan. Lokaorð Rannsóknin sem unnin er innan ramma viðameiri rannsókna á námsumhverfi og starfsháttum grunnskóla beinist að fimm skólabyggingum völdum úr úrtaki tuttugu skóla. Þær eru í hópi nýlegra skólabygg- inga sem allar hafa risið á þessari öld. All- ar byggingarnar endurspegla framsækna nálgun og metnað stjórnvalda í viðkom- andi sveitarfélögum til að vera í fremstu röð við þróun skólastarfs. Greina má stig- vaxandi og mjög skýr umskipti í hönnun skóla frá hefðbundnum viðmiðum í átt að opnari og sveigjanlegri kennsluháttum, einstaklingsmiðun og samvinnunámi. Þessi umskipti hvíla á nýrri vitneskju um tengsl hönnunar og náms en líka þeirri þekkingu og orðræðu sem vindur fram um menntun og nám á breiðum grunni. Þau birtast í ýmsum hönnunarþáttum og skipulagslausnum sem varða daglegt starf eins og ráða má af samantektum hér að framan. Samþætting og opin nálgun, gagnsæi, flæði, sveigjanleiki, teymisvinna og virk samskipti virðast leiða nýlega hönnun skólabygginga á Íslandi. Klasar kennslu- stofa, stór og opin kennslurými, gagnsæ og færanleg mörk ásamt almannarýmum sem leyfa margvísleg not og samvinnu í breytilegum hópum virðast leysa af hólmi hefðbundnar kennslustofur og lokaðar dyr við þrönga ganga. Niðurstöður sýna samþættingu list- og verkgreina við suma nýjustu skólana, hönnunarþætti sem endurspegla aðlögun að nýrri tækni, tilraunir til að gera upp- lýsingalindir og tækni til miðlunar eins aðgengileg og hægt er auk margvíslegra tengsla við nærsamfélag og umhverfi skóla. Sjálfbærnisjónarmiða verður ekki mikið vart, þegar frá eru talin þau almennu við- mið að tryggja þurfi gott námsumhverfi sem laga megi að þörfum framtíðar. Úti- kennsla og aðgengi að umhverfi virðast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.