Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 54

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 54
54 Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson (2004) að tilfinningagreind samfélags byggist meðal annars á sjálfsþekkingu, skilningi á öðrum og stjórn á tilfinningum. Ígrundunargreind Í niðurstöðunum starfendarannsóknar- innar á Bjarma kom fram að ígrundun varð ein af lykilforsendum fyrir faglegum þroska starfsmannanna. Frá upphafi var lögð áhersla á hana í skólanum enda telja MacGilchrist og félagar (2004) hana einn af hornsteinum lærdómssamfélaga og fleiri fræðimenn eru sama sinnis (Rinaldi, 2006; Senge, 1990/2006; Stoll o.fl. 2006). Unnið var í teymum, þar sem tveir kennarar/ stjórnendur hittust einu sinni í viku og verkefnavinnu og samræðum var fléttað saman á fundum, ýmist þannig að allur hópurinn vann saman eða honum var skipt í minni hópa. Það var ekki auðvelt að innleiða þessa starfshætti. Sumir kennar- anna höfðu aldrei unnið á þennan hátt og fæstir höfðu ígrundað starf sitt á þennan hátt með öðrum. En það var ásetningur stjórnendanna að forðast ekki ágreining og átök, minnugir áherslu fræðimanna á að vinna á uppbyggjandi hátt úr ágreiningi enda sé hann óhjákvæmilegur fylginautur skólaþróunar (Kohm, 2002; Nieto, 2009). Það kom líka á daginn að þó að stundum yrði neistaflug í fundarherberginu voru flestir kennarar á því að þessi sameigin- lega ígrundun væri sá þáttur sem hefði gefið þeim mest yfir veturinn og að starfs- menn yrðu að búa yfir hæfni til að ræða saman og vinna stöðugt að sjálfsmati. Lokaorð Það var meginniðurstaða rannsóknarinnar að efling skólagreinda samkvæmt líkani MacGilchrist og félaga hafi reynst leikskól- anum Bjarma happadrjúg við að byggja upp lærdómssamfélag í anda Reggio Emilia. Kennarar skólans töldu að með því að fá tækifæri til að byggja upp samfélag sem einkenndist af lýðræði, samvinnu, umhyggju og virðingu hefðu þeir fengið tækifæri til að efla sig í starfi og persónu- legum þroska. Skýrust var kannski sú til- finning þátttakenda að þó að þeir hefðu ólíkan bakgrunn, ólíka menntun og sumir hverjir ekki starfsréttindi tilheyrðu þeir samfélagi jafningja sem hefði gefið þeim jöfn tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi. Þessi árangur náðist þó ekki fyrir- hafnarlaust. Þróunarstarfið reyndi bæði á kennarahópinn og stjórnendurna. Skól- inn mætti flestum þeim hindrunum sem lýst er í þeim fræðiritum um skólaþróun sem vitnað er til í þessari grein: Faglegum ágreiningi í bland við tilfinningar, reynslu- leysi, ólíkum reynsluheimi, þekkingu og skilningi, vanmáttartilfinningu sem fylgir breytingum og þeim þröskuldi sem sam- virkir fagmenn þurfa að stíga yfir til að geta slegið af faglegu sjálfstæði sérfræð- ingsins og verða hluti af samvirkri liðs- heild. Hafa þarf í huga að rannsóknin stóð einungis einn vetur – það var farinn einn starfshringur starfendarannsóknar. Eftir er að innleiða fleiri greindir og festa í sessi þann árangur sem náðist. Samkvæmt Fullan (2007) er þetta festingarstig e.t.v. það erfiðasta í þróunarstarfi skóla og á því veltur hvort árangur af því verður varan- legur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.