Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 31

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 31
31 Skólamenning og námsárangur smíðar (e. constructs). Cortina (1993) talar um mikilvægi fjölda atriða fyrir áreiðan- leika. Kvarði með tíu atriðum og lága inn- byrðis fylgni (0,28) getur haft sama áreið- anleika og kvarði með þremur atriðum með hærri innbyrðis fylgni (0,57). Lágur áreiðanleiki þarf því ekki að koma á óvart því hér er um að ræða hugsmíð með fáum atriðum sem liggja til grundvallar hverjum þætti. Í frekari rannsóknum þarf að styrkja mælitækið. Þar sem völd og áhrif eru ríkjandi áhersla einkennast samskiptin að mati þátttakenda af því að völd og áhrif séu mikilvæg í skól- anum og að um þau sé barist. Samskiptin einkennast einnig af samanburði og sam- keppni milli starfsmanna og þeim finnst að stjórnendur hafi suma kennara í meiri hávegum en aðra. Samskipti eins og þessi, þar sem barátta ríkir um völd og áhrif, endurspegla því ekki samvinnu, samráð og uppbyggingu sem jafnan eru taldir mikilvægir þættir í framsækinni stofnana- menningu (Hoy og Miskel, 1996, 2008). Hvað varðar áherslu á nýbreytni beinist athyglin að breytingum. Þar sem sá þáttur kemur sterkt fram fá kennarar að kynna sér nýjungar, stuðningur við nýbreytni er mikill og það virðist auðvelt að fá að prófa nýja hluti. Þar sem nýbreytni er ríkjandi eru skólastjórnendur einnig virkir þátt- takendur í mótun kennsluhátta. Líta má á þessa áherslu sem lið í framsækinni menn- ingu (Hoy og Miskel, 1996, 2008), en þar með er ekki endilega sagt að samstaða ríki um þær nýjungar sem verið er að hrinda í framkvæmd. Þátturinn forysta og stefnu- festa byggist einnig á virkni skólastjórn- enda við að bæta kennsluhætti. Meiri áhrif á þann þátt hafa þó staðhæfingar um markvissa forystu skólastjórnenda og það að kennarar starfi eftir settri skólastefnu. Líta má á þetta sem vísbendingar um menningu þar sem sterkir leiðtogar stýra sínu skipi og samstaða er um að fylgja stefnu skólans. Þessu til viðbótar komu fram þættir sem beinast að kennslu sérstaklega. Þær spurningar sem þar liggja til grundvallar taka mið af rannsóknum Maehr og Midg- ley (1996), en þau telja það skipta miklu fyrir nám og námsáhuga að skólamenning sé lituð af verkefnamiðuðu námsumhverfi (e. task oriented culture) frekar en um- hverfi þar sem mikill samanburður ríkir (e. ability oriented culture). Hvað varðar kennsluhætti benda niðurstöður þess- arar rannsóknar til þess að munur sé milli skólanna á þættinum sem metur áherslu á samanburð en ekki er marktækur munur á þættinum sem mælir áherslu á skilning. Miklar væntingar til nemenda um árangur tengjast báðum þessum þáttum. Hér skal hafa í huga að áreiðanleiki mælingar á þættinum skilningur var lágur og túlka ber niðurstöður með varúð. Eins og fram kemur í 5. töflu er tals- verður munur á skólunum hvað varðar ofangreinda þætti, þ.e. hverjir þeirra eru meira eða minna áberandi á hverjum stað. Þess ber að geta að spurningarnar sem voru lagðar til grundvallar í kenn- arakönnuninni eru engan veginn full- nægjandi til kortlagningar á mismunandi gerðum skólamenningar. Því ber að líta á þessar niðurstöður sem vísbendingar um áherslur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.