Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 129

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 129
129 Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins í 7. bekk n Faglegt sjálfstraust kennara: Sannfæring kennara um eigin möguleika til að hafa áhrif á nám og námsárangur nemenda, bæði sem einstaklinga (e. self-efficacy beliefs) og sem hóps innan skóla eða deildar (e. collective-efficacy beliefs) (Goddard, Hoy og Hoy, 2004). n Mismunandi snið fagmennsku kennara: Mismunandi hugmyndir kennara um eðli fagmennsku og hlutverk sitt sem fagmanna (Hargreaves, 2000; Trausti Þorsteinsson, 2001). Þá eru ótalin áhrif af félagslegri stöðu nemenda, meintum og raunverulegum kröfum frá samfélagi, framhaldsskólum og atvinnulífi og dulinni námskrá sem mótast af menningu skólans, væntingum til nemenda, samskiptahefðum, vali á námsefni og stöðu kynja og kynþátta. Virk námskrá Við endurmótun áformuðu námskrárinn- ar verður til ný námskrá; hin virka nám- skrá sem endurspeglar ákvarðanir kenn- ara um inntak og tilhögun kennslunnar. Virka námskráin felur í sér tvo megin- þætti, kennslu og nám. Kennslan felur í sér þá þætti sem kennarar geta haft stjórn á með ákvörðunum sínum og athöfnum. Þar er einkum um að ræða mismunandi flokka markmiða og inntaks náms (Bloom, Engelhart, Furst, Hill og Krathwohl, 1956), kennsluaðferðir, tilhögun námsmats (Black og Wiliam, 1998) og námsaðlögun (Tomlinson og Eidson, 2003). Nám bygg- ist vitaskuld á kennslunni en felur enn fremur í sér innri forsendur nemenda sem kennarar hafa enga beina stjórn á en verða engu að síður að setja sig inn í til að geta lagað kennslutilhögun sína að þeim. Þarna er meðal annars um að ræða forsendur nemenda til náms, námsáhuga, námshætti og tilfinningar (Tomlinson og Eidson, 2003). Virka námskráin er þó ekki einsleitt fyrirbæri heldur er nær að tala um virkar námskrár sem eru ólíkar frá einum skóla til annars og jafnvel frá einni kennslustofu til annarrar innan sama skóla (Meyvant Þórólfsson, 2009). Áunnin námskrá Áunna námskráin mótast beinlínis af þeirri virku. Hún endurspeglar raunverulega námsreynslu nemenda og það sem þeir bera úr býtum af viðfangsefnum sínum en einnig það sem Eisner (1994, bls. 97) kallar námskrána sem ekki er til eða núll-nám- skrá. Núll-námskráin er það sem ekki er kennt, annaðhvort samkvæmt meðvitaðri ákvörðun, vegna dulinnar námskrár eða afturvirkra áhrifa frá prófum. Uppskera nemenda er að sjálfsögðu margs konar. Hún er bæði tengd þekkingu og færni í námsgreinum, djúpnámi, hugsmíðum, rökhugsun og námsvitund (e. metacogni- tion) og snertir þannig forsendur nem- enda til frekara náms (McGregor, 2007). Hún er einnig tilfinningaleg, uppeldisleg og félagsleg. Þannig eru ekki að öllu leyti skörp skil milli virku námskrárinnar og þeirrar áunnu. Á sumt má líta jafnt sem forsendur náms og ávinning þess; til dæmis námsáhuga, námsvitund og sjálfs- traust sem og það að nemendur læri að umgangast þekkingu, afla sér þekkingar og viðhalda henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.