Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 128

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Blaðsíða 128
128 Rúnar Sigþórsson framkvæmda í kennslustofunni og áunnin námskrá svarar til námsreynslu nemenda og þess sem þeir uppskera í námsgreinum, tilfinningalegum og félagslegum þroska og forsendum til frekara náms. Fjórði meginþáttur líkansins er kennarar sem milliliður milli áformuðu og virku nám- skrárinnar enda byggist síðarnefndi nám- skrárþátturinn á ákvörðunum þeirra og athöfnum. Áformuð námskrá – Aðalnámskrá grunnskóla í íslensku Í Aðalnámskrá grunnskóla 1999 er lögð áhersla á mikilvægi góðrar íslenskukunn- áttu sem undirstöðu náms og þekkingar, persónulegrar tjáningar og samskipta. Staða íslensku sem kjarnagreinar í grunn- skóla er ítrekuð og henni lýst sem einum af hornsteinum grunnskólanáms. Ítrekað er að kunnátta í móðurmálinu sé einnig undirstaða árangurs í öðrum námsgrein- um og lögð rík áhersla á að nemendur læri að nota móðurmálið á fjölbreyttan og skapandi hátt við lausn skólaverkefna (Menntamálaráðuneytið, 1999b). Í námskránni er markmiðum íslensku- náms skipt í sex meginþætti: Lestur, talað mál og framsögn, hlustun og áhorf, ritun, bókmenntir og málfræði. Þrátt fyrir þessa skiptingu námskrárinnar er lögð áhersla á mikilvægi þess að þættirnir eigi að „styðja hver annan, tengjast og skarast og fléttast saman í eina heild“ (sama rit, bls. 9). Und- irstrikað er að „hugtakakerfi bókmennta- fræði og málfræði verði ekki meginvið- fangsefni í sjálfu sér heldur verði hugtökin kynnt, kennd og notuð í tengslum við um- fjöllun um talað mál og ritað, til stuðnings og skilningsauka“ (sama rit, bls. 9). Í námskránni er varað við því að náms- mat taki eingöngu til þekkingarmarkmiða námsins og ítrekað að það þurfi að taka til allra markmiða þess, þar á meðal færni- og skilningsmarkmiða. Loks er ítrekað að námsmat sé leiðbeinandi og hvetjandi fyrir nemendur, greinandi fyrir kennara og upplýsandi fyrir foreldra. Í núgildandi Aðalnámskrá grunnskóla í íslensku hafa flokkar markmiðanna verið sameinaðir í fjóra: Talað mál og hlustun, lestur og bókmenntir, ritun og málfræði (Menntamálaráðuneytið, 2007) en um- fjöllun námskránna tveggja um mikilvægi íslenskunnar sem námsgreinar og um samfléttun efnisþátta hennar í eina heild er hliðstæð. Kennarar Í líkaninu er gengið út frá því að áformaða námskráin hafi ekki bein og milliliðalaus áhrif á starfið í kennslustofunni heldur sé það háð ýmsum skilyrðum innan skóla sem hún hefur litla stjórn á (McLaughlin, 1989; Darling-Hammond, 2004). Í líkaninu er það skýrt með fjórum þáttum sem hafa áhrif á ákvarðanir og kennslutilhögun kennara. Þessir þættir eru: n Kennsluhugmyndir kennara: Hugmyndir þeirra um sjálfa sig sem kennara, eðli kennslu og náms, tilgang skólastarfs og árangur þess (Brown, 2004). n Þekking og hæfni kennara: Þekking þeirra á nemendum, námi þeirra og þroska; þekking á inntaki og námskrá náms- greina ásamt þekkingu og færni á sviði kennslufræði (Bransford, Darling-Ham- mond og LePage, 2005).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.