Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 86

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 86
86 Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir og Sif Einarsdóttir upplifðu menningu námsgreinanna með ólíkum hætti var lögð fyrir spurningalista- könnun. Sjónum var beint að nemendum sem stunda nám í þeim greinum við HÍ þar sem konur eru í minnihluta. Þátttakendur Haft var samband við alla skráða nemend- ur í eðlisfræði, rafmagns- og tölvuverk- fræði, stærðfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands eða samtals 421 nemanda. Fyrsta hluta spurningalistans svöruðu 185 nemendur eða 44% þeirra sem leitað var til. Öðrum hluta svöruðu 130 nem- endur eða 31%, þriðja og fjórða hlutanum svöruðu 126 eða 30%. Þátttakendur voru á aldrinum 17–58 ára og er meðalaldur 25 ár (sf = 5,8). Konur voru 46 (25%) og karlar voru 139 (75%). Til samanburðar má geta þess að í október 2009 voru konur 23% skráðra nemenda í þessum greinum og karlar 77% (Háskóli Íslands, 2010). Spurningalisti Saminn var spurningalisti til að meta hindranir og hvata við ákvarðanatöku um námsval og upplifun á menningu náms- greinanna. Stuðst var við kenningar og fyrri rannsóknir á efninu við gerð listans. Sérstaklega var litið til spurningalista Wentling og Camacho (2008) þar sem hindranir og hvatar tengdir því að ljúka námi í verkfræði voru skoðaðir. Einnig var litið til frumniðurstaðna úr eigindlegum viðtölum Hrafnhildar Snæfríðardóttur Gunnarsdóttur við konur í þessum náms- greinum. Hún vann að eigindlegri rann- sókn á sama efni og voru þau þemu sem fram voru komin í niðurstöðunum höfð til hliðsjónar. Spurningalistanum er skipt í fjóra hluta: Námsval (34 spurningar), að- stæður í námi (52 spurningar), viðhorf til kynja (21 spurning), heildaránægja og vænt- ingar að námi loknu (12 spurningar). Í flest- um spurningum voru þátttakendur beðnir að meta á fimm punkta likert-kvarða hversu ósammála eða sammála þau væru staðhæfingum um þessa þætti. Auk þess- ara fjögurra hluta voru ellefu spurningar um bakgrunn þátttakenda. Listinn var settur í rafrænt form og forprófaður hjá fimm einstaklingum (þrjár konur og tveir karlar) sem höfðu nýlega lokið námi í raunvísindum og tæknigreinum og var hann lagfærður eftir ábendingum þeirra. Framkvæmd Rannsóknin var tilkynnt til Persónu- verndar og bréf var sent til deildarforseta viðkomandi deilda þar sem tilgangur og efni rannsóknar var kynnt. Allir deildar- forsetar gáfu leyfi fyrir því að óskað yrði eftir þátttöku nemenda með tölvupósti sem sendur var af skrifstofu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Með tölvupóstinum fylgdi vefslóð sem vísaði á rafræna útgáfu listans sem sett var upp í forritinu Ques- tion Pro. Þar sem þátttaka var ekki nógu mikil eftir að áminning hafði verið send var haft samband við formenn og/eða hagsmunafulltrúa nemenda þar sem til- gangur rannsóknarinnar var kynntur og óskað eftir samstarfi við nemendafélögin. Tvö nemendafélög svöruðu og samþykktu samstarf og sendu rafræna spurningalist- ann með tölvupósti til félagsmanna sinna og hvöttu þá til að svara listanum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.